Ungar konur styðja Sanders Snærós Sindradóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders er gríðarlega vinsæll á meðal ungs fólks en síður meðal svartra. Kosningaherferð hans miðar að því að ná til svartra kjósenda. Vísir/EPA Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Bernie Sanders, 74 ára gamall maður með áratugi að baki í stjórnmálum, er óvænt að næla í atkvæði ungra kvenna í Bandaríkjunum í stórum stíl. Nýjar kannanir sýna að stuðningur kvenna undir 35 ára við Sanders er nærri tuttugu prósentum meiri en við mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í slagnum um útnefningu Demókrataflokksins í forsetaembættið. Samkvæmt fréttastofu NBC studdu 55 prósent kvenna Bernie Sanders í kosningunum í New Hampshire en aðeins 44 prósent studdu Hillary. Fjölmiðlar ytra reyna eftir fremsta mætti að leita svara við því hvers vegna Sanders er svona vinsæll á meðal ungra kvenna. Ekkert einfalt svar virðist til. Mest lesna kvennatímarit í heimi, Cosmopolitan, birti á fimmtudag viðtal við ungar konur um stuðning þeirra við Sanders. „Hann er óhræddur við að segja það sem hann hugsar, hvað honum finnst skynsamlegt og er mjög mannúðlegur. Hann hefur enga tengingu við Wall Street og aðra hagsmunahópa,“ segir Elizabeth Lee, 21 árs gamall háskólanemi. Hún kveður Sanders höfða til þess sem meirihluti þjóðarinnar þarf og vill. „Ég er mikið spurð að því hvers vegna ég styð ekki Hillary en ég held að þetta snúist ekki um að ég styðji hana ekki. Ég samsama mig Bernie bara innilega og ég held að hann sé meira alvöru. Hann er virkilega að berjast fyrir alla en ekki nokkra útvalda,“ segir Emmy Ham, 22 ára. Fjölmiðlar telja ungar konur fráhverfar þeirri hugmynd að þær séu skyldugar til að kjósa Clinton einungis vegna þess að hún sé kona. Tvær þekktar baráttukonur, Gloria Steinem og Madeleine Albright, gengu nærri frá Clinton á meðal þessa hóps þegar þær gáfu í skyn að ungu konurnar hefðu ekki hugsun á að kjósa annan en þann sem strákarnir ætluðu að kjósa. Albright gekk svo langt að segja að það væri staður í helvíti fyrir konur sem „hjálpa ekki hver annarri“. „Það að kjósa konu af því hún er kona er merki um kynjamisrétti?…Ungar konur eins og ég vita að kyn fólks er ekki það sem gerir það að femínistum,“ sagði Ariana Javidi við CNN. Bernie hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé femínisti og getur sýnt fram á það með áralangri baráttu. Í dag er kosið í Nevada. Sanders og Clinton eru nærri hnífjöfn í skoðanakönnunum. Könnun CNN sýnir að stuðningur við Clinton er 48 prósent en við Sanders 47 prósent. Í næstu viku er síðan kosið í Suður-Karólínu. Þar er Hillary nær örugg um sigur með mikið fylgi svartra kjósenda, ungra sem aldinna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira