Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Björn B. Björnsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Björn B. Björnsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamannastraumur til Íslands eykst ár frá ári og engin teikn eru á lofti um annað um ófyrirsjáanlega framtíð. Með þessu áframhaldi munum við fyrr eða síðar fara yfir þau mörk sem landið og íbúar þess þola, einfaldlega vegna þess að við þekkjum ekki mörkin. Það er því brýnt að mótuð verði rammaáætlun um hvert við viljum stefna í fjölda ferðamanna og hvernig við getum stýrt þessari þróun. Í dag er stefnan sú að fá sem flesta ferðamenn til landsins óháð því hver áhrifin af því verða. Margt bendir til að þetta sé ekki besta leiðin fyrir okkur að fara. Í fyrsta lagi eru umhverfissjónarmið. Takmörk eru fyrir því hvað landið þolir mikinn ágang og umferð. Nú þegar eru svæði eins og Þingvellir komin að þolmörkum. Í öðru lagi eru það efnahagsleg sjónarmið. Í skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um bestu leiðir Íslands út úr kreppunni er sérstaklega varað við því að við förum leið fjöldatúrismans. Reynsla annarra þjóða af þeirri leið sé ekki góð. Hagfelldara sé að stilla fjölda ferðamanna í hóf en stefna þess í stað að því að fá meiri tekjur af hverjum. Vegna þess að ferðamennskan vex hraðar en aðrar greinar á sér þar stað gríðarleg fjárfesting sem þýðir að fjárfesting í öðrum greinum minnkar, eins og til dæmis greinum sem byggja á mannauði og þekkingu en ekki auðlindum. Greinum sem eru líklegri til að skapa meiri virðisauka og betur launuð störf í framtíðinni. Þá er fyrirséð að flytja þarf inn fólk í þúsundavís á næstu árum til að starfa í ferðaþjónustu. Það mun skapa erfiðleika á vinnumarkaði, auka þrýsting á húsnæðismarkaði og gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en nú er. Þá hafa sérfræðingar bent á að ferðamennskan getur orðið fyrir miklum og skyndilegum samdrætti vegna utanaðkomandi þátta eins og efnahagskreppu, olíuverðshækkana eða náttúruhamfara. Því er ekki skynsamlegt fyrir okkur að setja sífellt fleiri egg í þessa körfu. Það er því orðið áríðandi jafnt fyrir ferðaþjónustuna og ekki síður allan almenning að fá svar við þeirri spurningu hversu margir ferðamenn eru æskilegir fyrir land og þjóð og hvert og hvernig við viljum stýra þessari þróun. Við þurfum rammaáætlun um hvernig best er að hagnýta auðlindina Ísland.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun