Bjarki Már var ekkert reiður út í mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 12:45 Bjarki Már Elísson. Vísir/AFP Bjarki Már Elísson, handboltakappi hjá Füchse Berlín var í léttu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær en þar ræddi Bjarki meðal annars fína frammistöðu hjá Berlínarliðinu, landsliðið og sinn helsta stuðningsmann sem er mamma hans. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk úr tíu skotum í síðasta leik Füchse Berlín þegar liðið vann Björgvin Pál Gústavsson og félaga í Bergischer HC. Bjarki Már hefur skorað 59 mörk í 21 leik eða 2,8 mörk að meðaltali í leik „Það er allt fínt að frétta. Það gengur svona upp og niður hjá okkur. Við unnum síðasta leik sem var kannski svona skyldusigur en töpuðu mikilvægum leik þar á undan sem við hefðum viljað vinna. Við erum svona á ágætis róli," sagði Bjarki Már.Sjá einnig:Bjarki hetja Füchse Berlin gegn Evrópumeisturunum „Ég hef líka verið upp og niður en þetta tímabil hefur samt gengið betur en ég þorði að vona þar sem þetta var mitt fyrsta tímabil hér. Við byrjuðum tveir vinstri hornamenn en svo fór hinn á miðju tímabili. Þá var ég númer eitt og er eins og staðan er núna bara einn í horninu," sagði Bjarki Már. „Ég fæ því mikinn spilatíma og mikið svigrúm til að þroskast sem leikmaður og gera vel," sagði Bjarki. Füchse Berlín er í fimmta sæti en það urðu miklar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og Erlingur Birgir Richardsson tók við þjálfun þess af Degi Sigurðssyni. „Væntingarnar voru að ná einu af efstu fimm sætunum af því að fimmta sætið gefur sæti í EHF-bikarnum sem Füchse Berlín vann í fyrra. Það var stefnan að fara lengra í EHF-bikarnum og í bikarnum. Við fengum Löwen á útivelli í fyrstu umferð bikarsins sem var eiginlega dauðadæmt. Við fengum líka erfiðan andstæðing í EHF-bikarnum og duttum því líka snemma út þar. Það voru ákveðin vonbrigði. Deildin er á fínu róli af því að við ætluðum okkur að vera inn á topp fimm. Við eigum tiltölulega þægilegt prógramm eftir því við eigum eftir heimaleiki á móti liðunum í kringum okkur," sagði Bjarki. „Mér líður afskapalega vel í Berlín. Þetta er risaborg og það er auðvelt að týnast hérna ef maður er ekki í góðum samskiptum við liðsfélaga en með maka. Ég hef það og er búinn að koma mér mjög vel fyrir. Klúbburinn er mjög flottur, flott æfingaaðstaða og höllin sem við spilum í er mjög flott. Ég er mjög sáttur. Mitt markmið er að halda mér hérna sem hornamanni númer eitt," sagði Bjarki.Sjá einnig:Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Bjarki Már Elísson komst ekki í EM-hóp íslenska landsliðsins en hann datt út þegar hópurinn var skorinn niður á lokasprettinum. Hvernig var að sitja heima og horfa á þetta. „Mér finnst alltaf gaman að horfa á landsliðið spila en auðvitað vildi ég vera með. Þegar það var orðið ljóst að ég yrði ekki með þá varð ég stuðningsmaður. Mér finnst alltaf gaman að stórmótum í handbolta enda handboltanörd. Árangur var eins og hann var og ég ætla ekki að leggja mitt mat á það. Það var leiðinlegt hvernig þetta fór og þeir klúðruðu þessu í leik númer tvö á móti Hvíta-Rússlandi," sagði Bjarki en hugsaði hann með sér að hann hefði getað hjálpað til út í Póllandi? „Ég get ekki sagt að ég hafi hugsað það því Gaui spilaði 95 prósent af tímanum þarna í vinstra horninu. Ef ég hefði hjálpað eitthvað til þá hefði ég kannski sneggri að rétta honum vatnið eða fagna meira á bekknum," sagði Bjarki í léttum tón. „Gaui er vélmenni, spilar þegar hann er heill og vill ekkert vera á bekknum. Mig langaði vissulega að fara á mitt fyrsta stórmót því ég hef ekki ennþá náð því," sagði Bjarki.Sjá einnig:Mamma Bjarka Más æf yfir vali Arons Móðir hans Bjarka lét til sína taka þegar Bjarki var ekki valinn í EM-hópinn og ritaði pistil sem fór víða. „Mér fannst hann ekki alveg nógu góður. Mér fannst alveg í lagi að hún væri að taka upp hanskann fyrir mig en það er vont þegar hún fer að tala illa um aðra eins og Stefán (Rafn Sigurmannsson). Stefán er frábær hornamaður og á alveg skilið að vera þarna eins og ég. Mér fannst leiðinlegt hvernig þetta var tekið upp sem frétt og ég sagði það strax við Aron að ég skildi þessa ákvörðun og virti hana," sagði Bjarki. „Þetta kom leiðinlega út. Mamma mín hefur alltaf verið svona og hún er minn mesti stuðningsmaður. Ég skammaði hana ekki því hún er ekki blaðamaður á Vísi. Hún setur ekki inn þessa frétt heldur er þetta einhver facebook status sem hún setur inn," sagði Bjarki en þá má hlusta á allt viðtalið við hann hér í spilaranum fyrir ofan. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Bjarki Már Elísson, handboltakappi hjá Füchse Berlín var í léttu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær en þar ræddi Bjarki meðal annars fína frammistöðu hjá Berlínarliðinu, landsliðið og sinn helsta stuðningsmann sem er mamma hans. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk úr tíu skotum í síðasta leik Füchse Berlín þegar liðið vann Björgvin Pál Gústavsson og félaga í Bergischer HC. Bjarki Már hefur skorað 59 mörk í 21 leik eða 2,8 mörk að meðaltali í leik „Það er allt fínt að frétta. Það gengur svona upp og niður hjá okkur. Við unnum síðasta leik sem var kannski svona skyldusigur en töpuðu mikilvægum leik þar á undan sem við hefðum viljað vinna. Við erum svona á ágætis róli," sagði Bjarki Már.Sjá einnig:Bjarki hetja Füchse Berlin gegn Evrópumeisturunum „Ég hef líka verið upp og niður en þetta tímabil hefur samt gengið betur en ég þorði að vona þar sem þetta var mitt fyrsta tímabil hér. Við byrjuðum tveir vinstri hornamenn en svo fór hinn á miðju tímabili. Þá var ég númer eitt og er eins og staðan er núna bara einn í horninu," sagði Bjarki Már. „Ég fæ því mikinn spilatíma og mikið svigrúm til að þroskast sem leikmaður og gera vel," sagði Bjarki. Füchse Berlín er í fimmta sæti en það urðu miklar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og Erlingur Birgir Richardsson tók við þjálfun þess af Degi Sigurðssyni. „Væntingarnar voru að ná einu af efstu fimm sætunum af því að fimmta sætið gefur sæti í EHF-bikarnum sem Füchse Berlín vann í fyrra. Það var stefnan að fara lengra í EHF-bikarnum og í bikarnum. Við fengum Löwen á útivelli í fyrstu umferð bikarsins sem var eiginlega dauðadæmt. Við fengum líka erfiðan andstæðing í EHF-bikarnum og duttum því líka snemma út þar. Það voru ákveðin vonbrigði. Deildin er á fínu róli af því að við ætluðum okkur að vera inn á topp fimm. Við eigum tiltölulega þægilegt prógramm eftir því við eigum eftir heimaleiki á móti liðunum í kringum okkur," sagði Bjarki. „Mér líður afskapalega vel í Berlín. Þetta er risaborg og það er auðvelt að týnast hérna ef maður er ekki í góðum samskiptum við liðsfélaga en með maka. Ég hef það og er búinn að koma mér mjög vel fyrir. Klúbburinn er mjög flottur, flott æfingaaðstaða og höllin sem við spilum í er mjög flott. Ég er mjög sáttur. Mitt markmið er að halda mér hérna sem hornamanni númer eitt," sagði Bjarki.Sjá einnig:Stefán Rafn: Ég er betri en Bjarki þannig að ég hef engar áhyggjur Bjarki Már Elísson komst ekki í EM-hóp íslenska landsliðsins en hann datt út þegar hópurinn var skorinn niður á lokasprettinum. Hvernig var að sitja heima og horfa á þetta. „Mér finnst alltaf gaman að horfa á landsliðið spila en auðvitað vildi ég vera með. Þegar það var orðið ljóst að ég yrði ekki með þá varð ég stuðningsmaður. Mér finnst alltaf gaman að stórmótum í handbolta enda handboltanörd. Árangur var eins og hann var og ég ætla ekki að leggja mitt mat á það. Það var leiðinlegt hvernig þetta fór og þeir klúðruðu þessu í leik númer tvö á móti Hvíta-Rússlandi," sagði Bjarki en hugsaði hann með sér að hann hefði getað hjálpað til út í Póllandi? „Ég get ekki sagt að ég hafi hugsað það því Gaui spilaði 95 prósent af tímanum þarna í vinstra horninu. Ef ég hefði hjálpað eitthvað til þá hefði ég kannski sneggri að rétta honum vatnið eða fagna meira á bekknum," sagði Bjarki í léttum tón. „Gaui er vélmenni, spilar þegar hann er heill og vill ekkert vera á bekknum. Mig langaði vissulega að fara á mitt fyrsta stórmót því ég hef ekki ennþá náð því," sagði Bjarki.Sjá einnig:Mamma Bjarka Más æf yfir vali Arons Móðir hans Bjarka lét til sína taka þegar Bjarki var ekki valinn í EM-hópinn og ritaði pistil sem fór víða. „Mér fannst hann ekki alveg nógu góður. Mér fannst alveg í lagi að hún væri að taka upp hanskann fyrir mig en það er vont þegar hún fer að tala illa um aðra eins og Stefán (Rafn Sigurmannsson). Stefán er frábær hornamaður og á alveg skilið að vera þarna eins og ég. Mér fannst leiðinlegt hvernig þetta var tekið upp sem frétt og ég sagði það strax við Aron að ég skildi þessa ákvörðun og virti hana," sagði Bjarki. „Þetta kom leiðinlega út. Mamma mín hefur alltaf verið svona og hún er minn mesti stuðningsmaður. Ég skammaði hana ekki því hún er ekki blaðamaður á Vísi. Hún setur ekki inn þessa frétt heldur er þetta einhver facebook status sem hún setur inn," sagði Bjarki en þá má hlusta á allt viðtalið við hann hér í spilaranum fyrir ofan.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira