Að kúra með Alheiminum Steingerður Kristjánsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 16:45 Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við afhendum börnunum okkar allan heiminn – Alheiminn - í einu litlu snjalltæki. Það er svo undir hælinn lagt hvort þau kunna á Alheiminn og efni í aðra sögu hvort við foreldrarnir erum þess megnug að kenna þeim á Alheiminn. Hvernig virka samskiptin þar, hvað má maður og hvað má maður ekki? Hvað segir maður og hvað segir maður ekki? Er fullorðna fólkið alltaf bestu fyrirmyndirnar í Alheiminum? Talar það alltaf fallega og sýnir sínar bestu hliðar á athugasemdasíðum fjölmiðla svo dæmi sé tekið? Eru foreldrar að setja reglur um hvenær og hvernig við nálgumst Alheiminn? Má til dæmis fara í rúmið og kúra með Alheiminn sér við hlið þegar farið er að sofa á kvöldin?Gesturinn okkar - alheimurinnÞessi nýju gestur á heimili okkar, alheimurinn, vekur upp margar spurningar sem við þurfum að leita saman svara við. Um daginn hitti ég móður sem sagði að internetið væri að eyðileggja skólagöngu dóttur sinnar. Þegar ég spurði nánar út í það kom sú skýring að unglingurinn, dóttirin hennar, gæti ekki vaknað á morgnana af því að hún væri svo lengi á netinu á kvöldin. Hún tæki símann með sér í rúmið og hann héldi vöku fyrir henni. Þegar ég spurði af hverju hún gerði það, var fátt um svör. Hver ræður því hvernig börnin okkar nota tækin og tæknina? Hvað reglur ættu að gilda í hverri fjölskyldu og á hverju heimili? Hvernig er best að umgangast þennan gest og er hann alltaf til óþurftar? Alheimurinn og öll þessi tækni sem nú er sjálfsögð orðin og alltaf innan seilingar er líka kærkomin. Kærkomin viðbót við námstækifæri okkar og barna okkar. Skapar tækifæri til náms og þroska, minnkar heiminn okkar og er frábær samskiptamiðill sem gerir okkur alltaf innan seilingar við okkar nánustu. En það þarf að finna þessu farveg og umgjörð í lífinu og samskiptunum.Tómstundadagurinn og tækninTómstundadagurinn 2016 beinir sjónum sínum að því hvernig við getum virkjað tæknina á jákvæðan hátt. Við viljum skapa vettvang fyrir samtal um þær áleitnu spurningar sem við stöndum frammi fyrir. Hvernig við getum nýtt þessar nýjungar til að efla okkur í samskiptum, meðal annars við Alheiminn. Hvað beri að varast og hvar tækifærin liggja. Það er ljóst að börn og unglingar nota internetið, snjalltækin, samskiptamiðlana í auknum mæli í sínum frítíma og því er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að hvernig það er best gert á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Á Tómstundadaginn koma saman starfsmenn af vettvangi frítímans og miðla því sem vel er gert auk þess sem fræðimenn fjalla um áhrif hreyfingarleysis og aukinnar kyrrsetu á heilsu og líf barna- og unglinga. Tómstundadagurinn er opinn öllum áhugasömum um frístundastarf barna og unglinga og allar nánari upplýsingar og skráningu má finna á https://menntavisindastofnun.hi.is/tomstundadagurinn_2016
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar