Öfugmælavísur forsætisráðherra Kári Stefánsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun