Það ætlar enginn að verða fíkill Stefanía Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þetta er yfirskrift á auglýsingaherferð sem Styrktarsjóður Susie Rutar stóð fyrir, fyrir nærri fimm árum. Þessi yfirskrift er enn föst í kollinum mínum. Alveg sama hvern þú spyrð þá var aldrei markmið þeirra sem hafa orðið fíklar að verða einmitt það, þetta endaði bara svona. Þegar ástkær vinkona mín Susie Rut lét lífið vegna fíknar þá var skilið eftir mikið gat í lífi vina og fjölskyldu hennar. Lífsglaðari, réttlátari og klárari karakter var vart hægt að finna og því var manni spurn hvernig þetta gat komið fyrir hana. Frá öllum stigum samfélagsins Fyrirfram ákveðnar skoðanir samfélagsins eru oft að fíklar komi aðeins frá brotnum heimilum, þar sem æskan var skelfileg og í raun átti manneskjan aldrei séns. En staðreynd málsins er alls ekki sú. Fíklar koma frá öllum stigum samfélagsins, frá öllum landshornum, og koma í öllum stærðum og gerðum. Við sem samfélag verðum að gera okkur grein fyrir því og reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni eða koma í veg fyrir að fólk ánetjist fíkniefnum. Ferillinn markaður frá fyrsta kvöldi Í einni af auglýsingunum sem sjóðurinn tók saman lýsti móðir samtali við son sinn sem lést langt fyrir aldur fram með eftirfarandi hætti: „Líður þér svona illa eða hvað var það sem olli því? Og þá sagði hann bara: „Mamma hreinskilningslega, mér fannst þetta gott“. Bara frá fyrsta kvöldi þá var hans ferill markaður. Hann barðist eins og hann gat við það en þetta tók yfir.“ Fyrir mér er þessi lýsing svo áhrifamikil og segir allt sem segja þarf. Besta vörnin er forvarnir Besta vörnin við fíkn er eflaust forvarnir, að lýsa hættunni og gera börnum og unglingum grein fyrir því hvað fíknin er sterk og að það skipti engu máli hversu klár við erum, hversu sterk eða hversu góð við erum í íþróttum; við getum öll orðið fíklar. En þar er hlutverki okkar sem samfélagi ekki lokið. Ef einstaklingur er orðinn fíkill og vill berjast þá verðum við að hjálpa honum, við verðum að vera með úrræði sem hjálpa fólki að vinna bug á fíkninni. En það er ekki nóg að bjóða upp meðferðir heldur er mikilvægt að standa við bakið á þeim sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að stíga næstu skref. Styrktarsjóður Af þessum sökum ætlar Styrktarsjóður Susie Rutar að veita styrki til forvarna, meðferðarúrræða og menntastyrki til þeirra einstaklinga sem eru í bata og vilja sækja sér menntun. Það getur hver sem er sótt um og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins http://styrktarsjodursusie.is/
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun