Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 09:45 Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum til Evrópumeistaratitils í gær. vísir/epa Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari karla í handbolta þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs í úrslitaleiknum á móti Spáni í Kraká í gær, 24-17. Íslendingar eiga nú báða þjálfara ríkjandi Evrópumeistara; Dag með Þýskaland í karlaflokki og Þóri Hergeirsson með Noreg í kvennaflokki.Sjá einnig:„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik í Kraká í gær en svo var ekki. Þýskaland setti tóninn strax frá byrjun með sterkum varnarleik og vann á endanum sjö marka sigur. „Þetta var frekar óvænt. Ég var búinn að giska á það, að þetta yrði annað hvort tveggja marka sigur okkar eða Spánn myndi vinna með átta mörkum,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Strákarnir voru alveg ótrúlega einbeittir og grimmir. Þetta var bara með ólíkindum,“ sagði Dagur sem lét sína menn vita í hálfleik að halda fætinum á bensíngjöfinni. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum að spila við frábært lið sem myndi pottþétt koma til baka þannig við máttum ekki slaka neitt á.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinum í Kraká í gær.vísir/gettyÓtrúlegmarkvarsla Dagur tók undir að varnarleikurinn skilaði sigrinum í gær, en spænska liðið, sem er eitt það allra besta í heimi, skoraði ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik. „Það er ekki nokkur spurning. Við fengum alveg ótrúlega markvörslu líka sem gerir það að verkum að þeir varla þora eða vilja skjóta á markið. Það gerir okkur lífið léttara því sóknarleikurinn var erfiður. Spánverjar eru ekki illa staddir með markvörslu,“ sagði Dagur sem var auðmjúkur að vanda.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk „Þetta var bara einn af þessum leikjum. Ef maður er heiðarlegur þá vinnum við kannski einn eða tvo af tíu leikjum á móti Spáni og þarna duttum við inn á ótrúlegan leik.“ Þýska liðið var án fimm lykilmanna fyrir mót og eftir fyrsta leik í milliriðlum heltust tveir af þremur bestum mönnum liðsins; Christian Dissinger og Steffen Weinhold, úr lestinni. Árangurinn er því enn ótrúlegri hjá Degi og hans strákum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt mót. Hver leikur hefur haft sinn karakter. Við erum líka stórstjörnulausir og því hafa nýir menn alltaf verið að stíga upp og klára leikina fyrir okkur,“ sagði Dagur sem hefur fengið mikið lof fyrir að treysta strákunum sem komu inn í liðið í milliriðlunum, Julius Kühn og Kai Häfner, fyrir stórum hlutverkum.Dagur var litríkur á hliðarlínunni.vísir/epaSnerist ekki um traust Häfner sérstaklega þakkaði traustið og var markahæstur í undanúrslitunum á móti Noregi þar sem hann skoraði einnig sigurmarkið. Hann var svo aftur markahæstur í úrslitaleiknum í gær. „Þetta hefur ekkert með traust að gera. Það var bara ekkert annað í boði. Einhverjir verða að spila leikina og það voru tveir sem horfðu á allan riðilinn heima í sófa og fyrstu leikina í milliriðlum en komu svo inn og brilleruðu í lokaleikjunum,“ sagði Dagur.Sjá einnig:33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi „Það var líka vegna þess að strákarnir sem voru búnir að spila voru orðnir þreyttir þannig það var ekkert val fyrir mig með þetta. Það var bara ekkert annað í boði en að láta þá spila.“ Dagur var með yngsta lið EM-sögunnar í Póllandi og á marga leikmenn inni. Ætlar Dagur að halda sig við þennan hóp til framtíðar? „Nei, það held ég ekki. Við erum búnir að spila mjög flottan bolta í heilt ár. Það er ekkert bara þessi hópur hér sem hefur staðið sig vel. Það eru líka strákarnir sem komu okkur hingað og spiluðu á HM í fyrra. Ég reyni bara að velja þá sem eru í besta standinu og í besta taktinum hverjum sinni. Ég mun ekkert hengja mig á þetta lið sem er hér endilega,“ sagði Dagur. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur eins og aðrir Þjóðverjar hrifist með unga þýska liðinu. Hún talaði við Dag á laugardaginn og aftur eftir að þýsku strákarnir unnu gullið í gær. Um hvað talar maður við kanslara Þýskalands? „Hún var mjög hrifin af gengi liðsins og hafði fylgst með þessu persónulega. Hún óskaði okkur góðs gengis og þakkaði fyrir það sem við höfum gert hingað til. Hún hringdi svo aftur í mig eftir leikinn í gær, óskaði okkur til hamingju og bauð okkur í kaffibolla við tækifæri,“ sagði Dagur Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan, en þar er einnig rætt við Sigurð Dagsson, faðir Dags og fyrrverandi landsliðsmarkvörð í fótbolta. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 „Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari karla í handbolta þegar hann stýrði Þýskalandi til sigurs í úrslitaleiknum á móti Spáni í Kraká í gær, 24-17. Íslendingar eiga nú báða þjálfara ríkjandi Evrópumeistara; Dag með Þýskaland í karlaflokki og Þóri Hergeirsson með Noreg í kvennaflokki.Sjá einnig:„Stærstu þakkirnar fær Dagur Sigurðsson“ Flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik í Kraká í gær en svo var ekki. Þýskaland setti tóninn strax frá byrjun með sterkum varnarleik og vann á endanum sjö marka sigur. „Þetta var frekar óvænt. Ég var búinn að giska á það, að þetta yrði annað hvort tveggja marka sigur okkar eða Spánn myndi vinna með átta mörkum,“ sagði Dagur Sigurðsson í viðtali Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Strákarnir voru alveg ótrúlega einbeittir og grimmir. Þetta var bara með ólíkindum,“ sagði Dagur sem lét sína menn vita í hálfleik að halda fætinum á bensíngjöfinni. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum að spila við frábært lið sem myndi pottþétt koma til baka þannig við máttum ekki slaka neitt á.“Dagur lyftir Evrópumeistaraskildinum í Kraká í gær.vísir/gettyÓtrúlegmarkvarsla Dagur tók undir að varnarleikurinn skilaði sigrinum í gær, en spænska liðið, sem er eitt það allra besta í heimi, skoraði ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik. „Það er ekki nokkur spurning. Við fengum alveg ótrúlega markvörslu líka sem gerir það að verkum að þeir varla þora eða vilja skjóta á markið. Það gerir okkur lífið léttara því sóknarleikurinn var erfiður. Spánverjar eru ekki illa staddir með markvörslu,“ sagði Dagur sem var auðmjúkur að vanda.Sjá einnig:Fullkomið Dagsverk „Þetta var bara einn af þessum leikjum. Ef maður er heiðarlegur þá vinnum við kannski einn eða tvo af tíu leikjum á móti Spáni og þarna duttum við inn á ótrúlegan leik.“ Þýska liðið var án fimm lykilmanna fyrir mót og eftir fyrsta leik í milliriðlum heltust tveir af þremur bestum mönnum liðsins; Christian Dissinger og Steffen Weinhold, úr lestinni. Árangurinn er því enn ótrúlegri hjá Degi og hans strákum. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt mót. Hver leikur hefur haft sinn karakter. Við erum líka stórstjörnulausir og því hafa nýir menn alltaf verið að stíga upp og klára leikina fyrir okkur,“ sagði Dagur sem hefur fengið mikið lof fyrir að treysta strákunum sem komu inn í liðið í milliriðlunum, Julius Kühn og Kai Häfner, fyrir stórum hlutverkum.Dagur var litríkur á hliðarlínunni.vísir/epaSnerist ekki um traust Häfner sérstaklega þakkaði traustið og var markahæstur í undanúrslitunum á móti Noregi þar sem hann skoraði einnig sigurmarkið. Hann var svo aftur markahæstur í úrslitaleiknum í gær. „Þetta hefur ekkert með traust að gera. Það var bara ekkert annað í boði. Einhverjir verða að spila leikina og það voru tveir sem horfðu á allan riðilinn heima í sófa og fyrstu leikina í milliriðlum en komu svo inn og brilleruðu í lokaleikjunum,“ sagði Dagur.Sjá einnig:33 prósent tapleikjanna gegn Íslandi „Það var líka vegna þess að strákarnir sem voru búnir að spila voru orðnir þreyttir þannig það var ekkert val fyrir mig með þetta. Það var bara ekkert annað í boði en að láta þá spila.“ Dagur var með yngsta lið EM-sögunnar í Póllandi og á marga leikmenn inni. Ætlar Dagur að halda sig við þennan hóp til framtíðar? „Nei, það held ég ekki. Við erum búnir að spila mjög flottan bolta í heilt ár. Það er ekkert bara þessi hópur hér sem hefur staðið sig vel. Það eru líka strákarnir sem komu okkur hingað og spiluðu á HM í fyrra. Ég reyni bara að velja þá sem eru í besta standinu og í besta taktinum hverjum sinni. Ég mun ekkert hengja mig á þetta lið sem er hér endilega,“ sagði Dagur. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur eins og aðrir Þjóðverjar hrifist með unga þýska liðinu. Hún talaði við Dag á laugardaginn og aftur eftir að þýsku strákarnir unnu gullið í gær. Um hvað talar maður við kanslara Þýskalands? „Hún var mjög hrifin af gengi liðsins og hafði fylgst með þessu persónulega. Hún óskaði okkur góðs gengis og þakkaði fyrir það sem við höfum gert hingað til. Hún hringdi svo aftur í mig eftir leikinn í gær, óskaði okkur til hamingju og bauð okkur í kaffibolla við tækifæri,“ sagði Dagur Sigurðsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan, en þar er einnig rætt við Sigurð Dagsson, faðir Dags og fyrrverandi landsliðsmarkvörð í fótbolta.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30 „Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00 Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00 "Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55 Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Sjá meira
Dagur, kunna Íslendingar að fagna? Íslenski landsliðsþjálfari Þýskalands þótti heldur rólegur í fögnuðinum eftir sigurinn á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 23:30
„Kraftaverkið í Kraká“ hjá Degi á pari við Dani 1992 og Grikki 2004 Dagur Sigurðsson stýrði yngsta liði EM-sögunnar til gulls eftir sigur á Spáni í úrslitaleik í gær. 1. febrúar 2016 12:00
Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Mögnuð frammistaða þýska landsliðsins gegn Spánverjum í úrslitaleiknum á EM í Póllandi. 31. janúar 2016 18:00
"Athyglin sem Dagur fær á stigi sem maður skilur ekki“ Bróðir Evrópumeistarans Dags Sigurðssonar er afar stoltur af sínum manni. 31. janúar 2016 21:55
Dagur skálaði við þýsku þjóðina Tók sér kampavínsglas í hönd og skálaði fyrir Evrópumeistaratitli. 31. janúar 2016 19:19
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00