Af hverju er sjúkrahótel ekki eins og hver annar bisness? Árni Páll Árnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega skapaðist umræða um sjúkrahótelið í Ármúla og henni er ekki enn lokið. Sú umræða beinir kastljósinu að mikilvægari spurningu, sem er hvort og þá hvernig einkaaðilar skuli sinna grundvallarþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Allir virðast sammála um að einkaaðilar skuli ekki reka sjúkrahús, en einkaaðilar sinna hins vegar ýmiskonar heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ólíkum forsendum og oft með ágætum. Ég hef þegar gert grein fyrir athugasemdum mínum við samninginn um sjúkrahótelið í Ármúla. Höfuðatriði gagnrýni minnar voru svo staðfest í fréttum dagana á eftir: Það var ekki nægjanlega vel staðið að útboðsgögnum fyrir síðustu endurnýjun samningsins. Þarfir Landspítalans eru ekki í forgrunni þannig að sérfræðingar spítalans geta ekki ráðstafað því fólki inn á sjúkrahótelið sem það telur í mestri þörf og dæmi eru um að almennur hótelrekstur hafi haft forgang gagnvart sjúkrahótelshlutverkinu.Heilbrigði eini hagnaðurinn Við getum lært ýmislegt af reynslu Svía af samningum við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu. Hún er um margt ágæt og víða hefur vel tekist til við samninga við fyrirtæki í eigu starfsfólks um rekstur heilsugæslu. En reynslan af samningum við einkafyrirtæki, sem rekin eru í hagnaðarskyni, er ekki góð. Ástæðan er einföld. Þau þurfa, eðli málsins samkvæmt, að skila eigendum sínum arði og ef þau geta valið um að halda fullri þjónustu eða skera niður og skila hagnaði sem hægt er að greiða út sem arð, sýnir reynslan að þau velja hið síðara. Það er enda engin glóra í því fyrir fjárfesta að fjárfesta í fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu ef það skilar ekki arði með sambærilegum hætti og aðrar fjárfestingar. En ef arður er greiddur úr slíkum fyrirtækjum fer það fé augljóslega ekki til þjónustu við fólk, heldur út úr heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna stefna Svíar nú að því að takmarka möguleika slíkra félaga til að greiða arð úr félaginu og skylda þau til að endurfjárfesta arði í rekstrinum.Förum skynsömu leiðina Í nýrri stefnumörkun sænsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu jafnaðarmanna, felst ekki nein óbeit á samningum við einkaaðila. Þvert á móti er talað um mikilvægi þess að félög, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geti áfram komið að slíkum rekstri, því þau hafi oft staðið að merkilegum nýjungum og framþróun. Þá er reynsla af einkarekstri heilsugæslu víða góð. En reynslan af samningum við fyrirtæki sem rekin eru í hagnaðarskyni er ekki góð. Það er af þessari ástæðu sem ég hef sagt að við eigum að hafa opinberan rekstur í forgangi, og koma alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fyrirtæki í eigu annarra en starfsmanna um heilbrigðisþjónustu. Við eigum ekki að feta þá leið sem Svíar eru nú að snúa af með hraði. Fjárfestar, sem vilja arð af sínu fé, eiga að fjárfesta annars staðar en í heilbrigðisþjónustu og menntamálum.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun