Evrópumeistarar Dags mögulega í læstri dagskrá á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 16:30 Dagur Sigurðsson og handboltaíþróttin eru í sviðsljósinu í Þýskalandi. Vísir/AFP Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira