Á bjargbrúninni Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 10:00 Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði?
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun