ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í flokki 20-22 ára í 400 metra hlaupi innanhúss á 20. Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni í dag.
Aníta kom í mark á 54,21 sekúndu og bætti gamla metið sitt um 21/100. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH, kom fast á hæla Anítu en hún kom í mark á 54,41 sekúndu. Hin stórefnilega Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, endaði í 3. sæti á tímanum 54,81 sekúndu.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir úr Fjölni setti nýtt mótsmet í hástökki er hún fór yfir 1,68 metra.
FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson setti einnig nýtt mótsmet í 60 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 6,98 sekúndum.
Öll úrslit frá fyrri degi Stórmóts ÍR má finna með því að smella hér.
