Dagur Sigurðsson fór eins og gefur að skilja í mörg viðtöl eftir sigur Þýskalands á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í kvöld.
Eins og áður hefur komið fram lofaði Dag leikmenn sína mjög eftir sigurinn á Spáni í úrslitaleiknum í dag og sagði að þeir ættu skilið að njóta sigursins og fagna honum.
Dagur var þá spurður hvernig hann ætlaði að fagna sigrinum.
„Ég veit ekki hvað á að gera í kvöld. Ég leyfi þessu einfaldlega að gerast. Svo fer ég á morgun heim til mín,“ sagði Dagur.
Kunna Íslendingar að fagna?
„Já, Íslendingar kunna að fagna. Spurningin er hvort að ég sé dæmigerður Íslendingur. En við munum alveg örugglega njóta okkar í kvöld.“
