Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2016 10:15 Guðjón Guðmundsson og Aron Kristjánsson. Vísir Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir slæmt tap gegn Króatíu í gær og eftir standa spurningar um stöðu íslenska landsliðsins og framtíð þess. Ísland vann Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Póllandi en tapaði svo fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu, þar sem strákarnir fengu á sig samtals 76 mörk í leikjunum tveimur. „Að mínu viti var þetta fyrir séð,“ sagði Guðjón í viðtali við Bítið á Bylgjunni á morgun en hann varaði við slæmu gengi íslenska liðsins fyrir EM í Póllandi. „Mér fannst allur aðdragandi mótsins mjög undarlegur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki fyrir mótið og þar voru menn komnir á villugötur, sérstaklega í leiknum gegn Þýskalandi.“Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Ísland vann þó þriggja marka sigur á Þýskalandi í lokaleik sínum fyrir EM en Guðjón segir að leikurinn þar á undan, þar sem Ísland tapaði fyrir Þýskalandi, hafi verið besti æfingaleikur Íslands. „En það var enginn sem greindi þetta rétt. Við Íslendingar erum oft bestir í að greina hlutina eftir á og í aðdraganda stórmótanna vilja allir vera bestu vinir aðal. Það þorir enginn að segja hlutina eins og þeir eru.“Einar Þorvarðarson og Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliNaflaskoðun hjá landsliðsnefnd Hann segir að íslenska liðið sé í sömu stöðu nú og eftir HM í Katar í fyrra. Spilamennskan í Póllandi hafi verið sú sama. „Í framhaldi af því fór landsliðsnefnd HSÍ í naflaskoðun og skoðaði árangur íslenska liðsins í Katar mjög vel. Ég sjálfur átti símafundi með nefndarmanni sem þá var og benti á hluti sem mér fannst að betur mætti fara.“Sjá einnig: Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa „Og benti á að það sem koma skyldi ef ekki yrði farið í aðgerði og það er einmitt það sem við vorum að horfa á í Póllandi. Það var tími til að skoða þjálfarateymið eftir HM í Katar og skipta hreinlega um manninn í brúnni. Einfaldlega vegna þess að í því móti sá maður að liðinu leið ekki vel inni á vellinum og það var nákvæmlega sama staða uppi núna.“ „Ég tek það fram að Aron Kristjánsson er mjög hæfur þjálfari en svo virðist sem hann ekki hafa náð tökum á því sem var að gerast. Það er stundum afskaplega erfitt að vera með mjög leikreynt lið og ná þeim upp á tærnar. Það er mikil list að fá þá til að gera rétt.“VísirHann segir að landsliðsnefndin hafi brugðist við með því að ráða Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið sem hafi verið rétt ákvörðun að mati Guðjóns, miðað við frammistöðu Íslands vorið 2015. „En eftir þá leiki dettum við í sama farið og stemningin minnkar. Það sem við sáum svo í Póllandi var allt leikskipulagið í molum, bæði í vörn og sókn. Það var sama hvert var litið og við höfðum sjaldan eða aldrei plan B.“Sjá einnig: Aron vildi ekki ræða framtíðina Guðjón saknaði þess að sjá ekki mismunandi liðsuppstillingu og leikáætlun gegn mismunandi liðum á EM í Póllandi og mismunandi vörnum. Enn fremur segir hann að leikurinn gegn Noregi hafi þrátt fyrir sigurinn ekki verið nógu góður, sérstaklega í sókn, og gaf vísbendingar um framhaldið. „Svo er það bara þannig í svona mótum að ef þú hefur ekki vörn eða markvörslu þá gerist ekki neitt. Vandamálin voru bara svo mýmörg.“ Hlustaðu á viðtali við Guðjón í heild sinni hér fyrir ofan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira