Góður dagur í generalprufunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2016 06:00 Kári Kristjánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið varð í gær fyrsta liðið í átta mánuði til að vinna Dag Sigurðsson og lærisveina hans í þýska landsliðinu. Ísland tapaði fyrri leiknum á laugardag en vann síðasta leik sinn fyrir EM í gær. Íslensku strákarnir mæta sigurreifir inn á Evrópumótið í Póllandi eftir flottan þriggja marka sigur í síðasta undirbúningsleik sínum í Þýskalandi í gær. Liðið sem var svo ólíkt sjálfu sér í Kaplakrika á miðvikudaginn var er nú í blússandi sókn og ef Aroni Kristjánssyni og þjálfarateyminu tekst að halda liðinu áfram á þessari braut gætu dagarnir í Póllandi orðið ljós í janúarmyrkrinu fyrir íslensku þjóðina.Bæta sig smátt og smátt „Þetta var gríðarlega erfiður mótherji á erfiðum útivelli,“ segir Aron um leikina við Þjóðverja og hann segir liðið sitt vera á réttri leið. „Við erum að bæta okkur smátt og smátt. Þetta hefur litið vel út hjá okkur á æfingum en það er allt annað að vera í leik en á æfingu,“ segir Aron. „Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með,“ sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt enn þá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar,“ sagði Aron. Íslenska liðið vann seinni hálfleikinn í fyrri leiknum og var mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum í gær. „Þetta er allt fram á við en það eru enn þá dagar eftir fram að móti þar sem við getum unnið einbeittir,“ segir Aron.Sigur fyrir framan tíu þúsund Þjóðverja Þýska landsliðið var búið að vinna sjö leiki í röð og alla leiki sína frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í maí. Þýska liðið tapaði líka fyrir Íslandi rétt fyrir HM í Katar í fyrra og það reyndist ekki slæmt veganesti fyrir lærisveina Dags Sigurðssonar sem gerðu góða hluti á hans fyrsta stórmóti með liðið. „Það er alltaf erfitt að mæta Þjóðverjum á þeirra heimavelli. Það voru tíu þúsund Þjóðverjar á leiknum í dag og mikil stemning í höllinni. Þetta var því mjög góður undirbúningur fyrir okkur fyrir Pólland því við vorum undir mikilli pressu af öllu í þessum leik. Það var því gott að klára slíkan leik,“ segir Aron. Tapið á móti Portúgal fimm dögum fyrr var að hans mati mun meira áfall fyrir íslenskt handboltaáhugafólk heldur en liðið sjálft.Létu tapið ekki trufla sig „Við létum þetta tap á móti Portúgal ekki trufla okkur mikið því við fundum allir það sem var í gangi eins og á æfingunum. Þetta snerist því um að komast í takt við þetta allt saman,“ segir Aron. Hann velur ekki lokahópinn fyrr en í kvöld eða á morgun. „Við þurfum að sjá hvernig Bjarki Már Gunnarsson kemur út úr þessu og hann er stóra spurningamerkið. Það lítur vel út og hefur gengið mjög vel. Það hefur ekkert bakslag komið,“ segir Aron. Íslenska liðið færði sig yfir til Potsdam í gærkvöldi og Aron segir að liðið muni sleikja sárin næsta sólarhringinn. „Næstu dagar snúast um endurheimt enda erum við búnir að spila fjóra leiki á fimm dögum. Menn þurfa að ná sér eftir þessa törn og fara vel sig þangað til við förum að einbeita okkur að Noregi. Við byrjum seinni part þriðjudags að einbeita okkur að Noregi og þá verða vonandi allir búnir að ná sér líkamlega,“ segir Aron.Aron Kristjánsson.Vísir/Getty EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. 10. janúar 2016 16:49 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Óli Stef: Þurfum að koma okkur aftur upp í fjögur efstu sætin Ólafur Stefánsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, segir að íslenska landsliðið eiga alltaf að hafa háleit markmið og liðið eigi að stefna að koma sér aftur upp í efstu fjögur sætin. 10. janúar 2016 22:00 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið varð í gær fyrsta liðið í átta mánuði til að vinna Dag Sigurðsson og lærisveina hans í þýska landsliðinu. Ísland tapaði fyrri leiknum á laugardag en vann síðasta leik sinn fyrir EM í gær. Íslensku strákarnir mæta sigurreifir inn á Evrópumótið í Póllandi eftir flottan þriggja marka sigur í síðasta undirbúningsleik sínum í Þýskalandi í gær. Liðið sem var svo ólíkt sjálfu sér í Kaplakrika á miðvikudaginn var er nú í blússandi sókn og ef Aroni Kristjánssyni og þjálfarateyminu tekst að halda liðinu áfram á þessari braut gætu dagarnir í Póllandi orðið ljós í janúarmyrkrinu fyrir íslensku þjóðina.Bæta sig smátt og smátt „Þetta var gríðarlega erfiður mótherji á erfiðum útivelli,“ segir Aron um leikina við Þjóðverja og hann segir liðið sitt vera á réttri leið. „Við erum að bæta okkur smátt og smátt. Þetta hefur litið vel út hjá okkur á æfingum en það er allt annað að vera í leik en á æfingu,“ segir Aron. „Við höfum náð að greina vel leik okkar og vinna með þessi smáatriði sem þarf að vinna með,“ sagði Aron Kristjánsson en var fljótur að bæta við: „Það eru samt enn þá hlutir sem við þurfum að laga og ná að klára áður en mótið byrjar,“ sagði Aron. Íslenska liðið vann seinni hálfleikinn í fyrri leiknum og var mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum í gær. „Þetta er allt fram á við en það eru enn þá dagar eftir fram að móti þar sem við getum unnið einbeittir,“ segir Aron.Sigur fyrir framan tíu þúsund Þjóðverja Þýska landsliðið var búið að vinna sjö leiki í röð og alla leiki sína frá því að liðið tapaði fyrir Spáni í maí. Þýska liðið tapaði líka fyrir Íslandi rétt fyrir HM í Katar í fyrra og það reyndist ekki slæmt veganesti fyrir lærisveina Dags Sigurðssonar sem gerðu góða hluti á hans fyrsta stórmóti með liðið. „Það er alltaf erfitt að mæta Þjóðverjum á þeirra heimavelli. Það voru tíu þúsund Þjóðverjar á leiknum í dag og mikil stemning í höllinni. Þetta var því mjög góður undirbúningur fyrir okkur fyrir Pólland því við vorum undir mikilli pressu af öllu í þessum leik. Það var því gott að klára slíkan leik,“ segir Aron. Tapið á móti Portúgal fimm dögum fyrr var að hans mati mun meira áfall fyrir íslenskt handboltaáhugafólk heldur en liðið sjálft.Létu tapið ekki trufla sig „Við létum þetta tap á móti Portúgal ekki trufla okkur mikið því við fundum allir það sem var í gangi eins og á æfingunum. Þetta snerist því um að komast í takt við þetta allt saman,“ segir Aron. Hann velur ekki lokahópinn fyrr en í kvöld eða á morgun. „Við þurfum að sjá hvernig Bjarki Már Gunnarsson kemur út úr þessu og hann er stóra spurningamerkið. Það lítur vel út og hefur gengið mjög vel. Það hefur ekkert bakslag komið,“ segir Aron. Íslenska liðið færði sig yfir til Potsdam í gærkvöldi og Aron segir að liðið muni sleikja sárin næsta sólarhringinn. „Næstu dagar snúast um endurheimt enda erum við búnir að spila fjóra leiki á fimm dögum. Menn þurfa að ná sér eftir þessa törn og fara vel sig þangað til við förum að einbeita okkur að Noregi. Við byrjum seinni part þriðjudags að einbeita okkur að Noregi og þá verða vonandi allir búnir að ná sér líkamlega,“ segir Aron.Aron Kristjánsson.Vísir/Getty
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. 10. janúar 2016 16:49 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45 Óli Stef: Þurfum að koma okkur aftur upp í fjögur efstu sætin Ólafur Stefánsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, segir að íslenska landsliðið eiga alltaf að hafa háleit markmið og liðið eigi að stefna að koma sér aftur upp í efstu fjögur sætin. 10. janúar 2016 22:00 Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00 Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Aron: Höfum náð að greina vel leik okkar Það var gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í Hannover í dag. 10. janúar 2016 16:49
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-25 | Svekkjandi tap eftir sveiflukennda frammistöðu Þýskaland vann nauman 26-25 sigur á Íslandi í æfingarleik í handbolta í dag en eftir kaflaskipta spilamennsku var íslenska liðið nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins. 9. janúar 2016 15:45
Óli Stef: Þurfum að koma okkur aftur upp í fjögur efstu sætin Ólafur Stefánsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, segir að íslenska landsliðið eiga alltaf að hafa háleit markmið og liðið eigi að stefna að koma sér aftur upp í efstu fjögur sætin. 10. janúar 2016 22:00
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 24-27 | Strákarnir svöruðu fyrir tap gærdagsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan þriggja marka sigur á Þýskalandi ytra í seinasta æfingarleik liðsins fyrir EM í handbolta sem hefst á föstudaginn. 10. janúar 2016 16:00
Aron: Sást að við erum á réttri leið með þetta lið Landsliðsþjálfarinn var sáttur með ýmislegt í leik íslenska liðsins þrátt fyrir eins marks tap gegn Þýskalandi í æfingarleik í dag en hann segir að hann sé ánægður með framfarirnar frá óvæntu tapi gegn Portúgal á dögunum. 9. janúar 2016 16:58