Steingrímur segir óljóst hvort samningaleiðin eða dómstólaleiðin í Icesave hefði á endanum verið betri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. janúar 2016 15:03 Telur að samdráttur landsframleiðslu hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefði verið leyst árið 2009. Vísir/Stefán Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15