Eins og í fyrra verður Handvarpið, hlaðvarp Vísis um stórmótin í handbolta, í gangi á meðan Evrópumótinu stendur.
Í fyrsta þætti að þessu sinni ræðir Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður Handvarpsins, við Guðjón Val Sigurðsson, landsliðsfyrirliða Íslands.
Guðjón Valur gaf sér rúman klukkutíma til að ræða sinn feril, landsliðið og handbolta yfir höfuð, en hann er búinn að vera í landsliðinu síðan 1999.
Á morgun verður svo hitað upp í Handvarpinu fyrir EM í Póllandi og leikirnir verða svo gerðir upp á meðan mótinu stendur.
Hlusta má á fyrsta þátt Handvarpsins 2016 í spilaranum hér að ofan.