Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2016 13:30 Frá flóttamannabúðum í Líbanon. Vísir/EPA Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans. Flóttamenn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans.
Flóttamenn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira