Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2016 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/AFP Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. Strákarnir okkar eru á leiðinni á enn eitt stórmótið og að sjálfsögðu lætur einn maður sig ekki vanta. Íslenska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum handboltans undanfarin fimmtán ár og íslenski járnmaðurinn hefur alltaf verið með. Guðjón Valur Sigurðsson er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum hefur fyrir löngu tryggt sér sér kafla í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Guðjón Valur hefur þegar náð því að spila 119 leiki fyrir íslenska landsliðið á stórmóti og mörkin eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki aðeins spilað á öllum þessum stórmótum og alla þessi leiki heldur hefur hann skorað 5,3 mörk að meðaltali í leik sem er hæsta meðalskor íslensks landsliðsmanns á stórmótum. Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val fyrsta tækifærið með íslenska landsliðinu og tók hann með á fyrsta stórmótið á EM í Króatíu. Það var jafnframt fyrsta Evrópumeistaramót íslenska liðsins. Guðjón Valur var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum en eftir að hann kom inn í liðið í þriðja leik hefur hann ekki misst úr leik á EM.Þrisvar í úrvalsliði stórmóts Guðjón Valur hefur auk þess spilað langstærsta hluta þessara vel rúmlega hundrað leikja fyrir íslenska liðið á stórmótum. Guðjón Valur hefur þrisvar verið valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar á meðal á tveimur síðustu Evrópumótum, í Serbíu 2012 og í Danmörku 2014. Hann hefur níu sinnum verið á topp tíu yfir markahæstu leikmenn, fjórum sinnum á topp þrjú og varð síðan markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Frakklandi eftir eitt ár en það var einmitt í Frakklandi sem Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti fyrir fimmtán árum. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldursári, eða íslenska landsliðið verður með í Frakklandi eftir ár en það setur vissulega afrek Guðjóns Vals í samhengi að hann næði þá að taka þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum í sama landinu.Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó? Guðjón Valur gæti hins vegar náð því að spila tuttugasta stórmótið sitt á árinu 2016 en það stendur og fellur með frammistöðu íslenska liðsins á Evrópukeppninni í Póllandi næstu vikurnar sem og framgöngu liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl komist liðið þangað. Fyrsti leikurinn er á móti Noregi á föstudagskvöldið og þar þurfa Guðjón Valur og félagar að ná góðum úrslitum ef þetta á að bætast í hóp skemmtilegra stórmóta Guðjóns Vals en eins og sjá má hér til hliðar er nóg af þeim. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00 Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. Strákarnir okkar eru á leiðinni á enn eitt stórmótið og að sjálfsögðu lætur einn maður sig ekki vanta. Íslenska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum handboltans undanfarin fimmtán ár og íslenski járnmaðurinn hefur alltaf verið með. Guðjón Valur Sigurðsson er nú að undirbúa sig fyrir sinn fyrsta leik á sínu nítjánda stórmóti. Leikjahæsti og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum hefur fyrir löngu tryggt sér sér kafla í sögu íslenska handboltalandsliðsins. Guðjón Valur hefur þegar náð því að spila 119 leiki fyrir íslenska landsliðið á stórmóti og mörkin eru orðin 628 talsins. Þessi frábæri leikmaður hefur ekki aðeins spilað á öllum þessum stórmótum og alla þessi leiki heldur hefur hann skorað 5,3 mörk að meðaltali í leik sem er hæsta meðalskor íslensks landsliðsmanns á stórmótum. Þorbjörn Jensson gaf Guðjóni Val fyrsta tækifærið með íslenska landsliðinu og tók hann með á fyrsta stórmótið á EM í Króatíu. Það var jafnframt fyrsta Evrópumeistaramót íslenska liðsins. Guðjón Valur var utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum en eftir að hann kom inn í liðið í þriðja leik hefur hann ekki misst úr leik á EM.Þrisvar í úrvalsliði stórmóts Guðjón Valur hefur auk þess spilað langstærsta hluta þessara vel rúmlega hundrað leikja fyrir íslenska liðið á stórmótum. Guðjón Valur hefur þrisvar verið valinn í úrvalsliðið á stórmóti, þar á meðal á tveimur síðustu Evrópumótum, í Serbíu 2012 og í Danmörku 2014. Hann hefur níu sinnum verið á topp tíu yfir markahæstu leikmenn, fjórum sinnum á topp þrjú og varð síðan markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Frakklandi eftir eitt ár en það var einmitt í Frakklandi sem Guðjón Valur tók þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti fyrir fimmtán árum. Það á eftir að koma í ljós hvort Guðjón Valur, þá á 38. aldursári, eða íslenska landsliðið verður með í Frakklandi eftir ár en það setur vissulega afrek Guðjóns Vals í samhengi að hann næði þá að taka þátt í tveimur heimsmeistarakeppnum í sama landinu.Tuttugasta mótið á ÓL í Ríó? Guðjón Valur gæti hins vegar náð því að spila tuttugasta stórmótið sitt á árinu 2016 en það stendur og fellur með frammistöðu íslenska liðsins á Evrópukeppninni í Póllandi næstu vikurnar sem og framgöngu liðsins í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl komist liðið þangað. Fyrsti leikurinn er á móti Noregi á föstudagskvöldið og þar þurfa Guðjón Valur og félagar að ná góðum úrslitum ef þetta á að bætast í hóp skemmtilegra stórmóta Guðjóns Vals en eins og sjá má hér til hliðar er nóg af þeim.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00 Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn segir ekki alla vita um hvað þeir eru að tala þegar kallað er eftir að yngja upp hjá strákunum okkar. 13. janúar 2016 11:00
Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val Landsliðsfyrirliðinn var sérstakur gestur fyrstu útgáfu Handvarpsins 2016, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta 13. janúar 2016 09:45