Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 15. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru léttir á æfingunni í gær. Vísir/Valli „Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
„Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira