„Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 12:51 Clinton og Sanders upp á sviði í kappræðunum. vísir/getty Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Mest fór fyrir Hillary Clinton og Bernie Sanders í fjórðu kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins. Kappræðurnar fóru fram í Charleston í Suður-Karólínuríki í gær. Sá síðarnefndi sakaði Clinton meðal annars um að vera of höll undir öfl á Wall Street og að snúa út úr stefnu hans í málaflokkum sem tengjast heilbrigðiskerfinu og byssueign almennings. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta Clinton og Sanders langmests stuðnings hjá flokksmönnum. Sem stendur virðist annars hver maður styðja Hillary en Sanders nýtur hylli rúmlega 38 prósenta kjósenda flokksins. Vinsældir hans hafa einnig aukist mjög á nýja árinu. Í kappræðunum benti Clinton meðal annars á að hún hefði meiri reynslu heldur en Sanders en hún var um skeið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama. Hún lýsti því yfir að hún hlakkaði til að taka upp þráðinn þar sem Obama sleppir honum. Sanders á hinn bóginn lýsti því yfir að hann vildi gera byltingarkenndar breytingar og að hann væri ekki orðinn samdauna kerfinu líkt og andstæðingur hans.Mjótt á mununum í fyrstu ríkjunum „Ég tek ekki við peningum frá stórum bönkum. Ég tek ekki við fé fyrir að halda ræður hjá Goldman Sachs,“ sagði Sanders meðal annars og uppskar töluverðan fögnuð frá salnum. „Ég er afar skeptískur á það þegar fólk tekur við fé frá aðilum á Wall Street.“ Áhorfendur veittu því einnig eftirtekt að Sanders sýndi meiri viðbrögð en í fyrri kappræðum. Hann átti það til að hrista höfuðið og gretta sig á meðan Clinton svaraði spurningum stjórnenda. Á móti benti Clinton á að Sanders hefði í gegnum tíðina átt það til að hallmæla Obama. Hann hefði meðal annars leitað að einhverjum til að bjóða sig fram gegn honum í forvali Demókrataflokksins árið 2011. Hún gagnrýndi einnig heilbrigðisáætlun keppinautar síns sem hlotið hefur nafnið „Medicare-for-all“. Hulunni var lyft af henni örfáum klukkustundum fyrir kappræðurnar. „Ég er ekki viss hvort við erum að tala um áætlun þína sem þú kynntir fyrir kappræðurnar eða áætlunina sem þú hefur lagt níu sinnum fram undanfarin tuttugu ár. Sannleikurinn er sá að við höfum Obamacare sem hefur veitt nítján milljónum sjúkratryggingu undanfarin ár,“ sagði Clinton og bætti við að Medicare-for-all myndi grafa undan Obamacare. Forval Demókrata hefst 1. febrúar næstkomandi í Iowa og 9. febrúar verður kosið í New Hampshire. Skoðanakannanir sýna að sem stendur gæti Sanders unnið sigur í báðum ríkjum en mjótt er á mununum. Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings en tvímenningarnir.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Forskot Clinton á Sanders nærri hverfur í nýrri skoðanakönnun Samkvæmt könnuninni nýtur Clinton nú stuðnings 43 prósenta líklegra kjósenda en Sanders 39 prósenta. 12. janúar 2016 07:00