Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. janúar 2016 20:00 Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22