Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. janúar 2016 20:00 Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels