Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:36 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45