Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 26-25 | Strákarnir kvöddu með sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2016 22:45 Ísland náði að hefna ófaranna frá því í gær og vinna eins marks sigur á Portúgal, 25-24, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur Íslands fyrir EM í Póllandi.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Minni spámenn og leikmenn úr B-liðinu fengu margir mínútur í kvöld þar sem að Aron Kristjánsson ákvað að hvíla marga lykilmenn í kvöld. Eftir góðan fyrri hálfleik og öfluga byrjun í þeim síðari hrundi leikur Íslands. Portúgal komst yfir en strákarnir héldu haus og kláruðu leikinn með sigri, þó svo að það hafi staðið tæpt. Ísland spilar næst tvo æfingaleiki gegn Þýskalandi ytra áður en mótið hefst í Póllandi í næstu viku. Rúnar Kárason átti öflugan leik í kvöld og minnti á sig með sjö mörkum. Aron Rafn Eðvarðsson átti sterkan fyrri hálfleik og þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Þór Gunnarsson skiluðu mikilvægum mörkum. Guðmundur Hólmar Helgason spilaði ágætlega í vörninni en allir gerðu þeir nóg til að halda sér inni í átján manna hópnum sem fer til Þýskalands í fyrramálið. Portúgal var skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Íslenska liðið var að spila sig í ágæt færi en nýtti þau illa. Strákarnir skoruðu aðeins þrjú mörk fyrstu tíu mínúturnar en fínn varnarleikur og frammistaða Arons Rafns í markinu sá til þess að leikurinn var áfram jafn. Gestirnir gerðust svo mistækir í sóknarleik sínum og okkar menn nýttu sér það vel. Ísland komst yfir, 6-5, á þrettándu mínútu og eftir að Portúgal jafnaði metin í næstu sókn skoraði liðið aðeins eitt mark á næstu tíu mínútum. Ísland náði á þessum kafla að spila góða vörn auk þess sem að Rúnar Kárason fór að raða inn mörkunum. Hann var alls með fimm mörk í sjö skotum í fyrri hálfleik. Ólafur Guðmundsson fékk svo tækifærið og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum. Það var mikil bæting á skotnýtingu íslenska liðsins frá því í gær en hún var 67 prósent í fyrri hálfleik. Þar að auki varði Aron Rafn sjö skot í markinu, þar af nokkur dauðafæri sem hafði mikið að segja. Strákarnir hófu síðari hálfleikinn af miklum og góðum krafti og komust mest sex mörkum yfir, 17-11. En þá missti Ísland tvo menn af velli í tveggja mínútna brottvísun með skömmu millibili og við það komust gestirnir aftur inn í leikinn. Óðagot greip um sig í íslensku sókninni og rétt eins og í gær byrjuðu strákarnir okkar að gera sig seka um mistök sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir. Á sjö mínútna kafla náði Portúgal að skora sjö mörk gegn aðeins einu hjá Íslandi og komast yfir, 22-21. Sem betur fer náðu okkar menn aðeins áttum á ný - Ólafur Guðmundsson skoraði mikilvæg mörk og Portúgal gerði sig seka um brot og mistök sem gerði það að verkum að Ísland náði aftur undirtökunum og náði að lokum að landa naumum sigri. Síðustu átján mínútur leiksins voru þó allt annað en sannfærandi og sýndi svo ekki sé um villst að það þarf ekki margar mínútur til að kasta góðri stöðu frá sér. Margir öðluðust þó dýrmæta reynslu í kvöld og verður að teljast jákvætt að þeir leikmenn sem spiluðu hafi gert nóg til að forða því að Portúgal færi aftur af landi brott með tvo sigra í farteskinu.Bjarki Már: Gerði mitt besta Bjarki Már Elísson var ekki valinn í landsliðshópinn sem fer á EM í handbolta en hann fékk fáar mínútur í æfingaleiknum gegn Portúgal í kvöld, sem Ísland vann með eins marks mun. „Mér fannst við eiga skilið að vinna. Við vorum flottir framan af og þó svo að það sé erfitt að bera þessa tvo leiki saman þá var vörnin betri en í gær fannst mér,“ sagði Bjarki Már sem spilaði síðustu átján mínútur leiksins í kvöld. „Það er gott fyrir þá sem eru að fara út að þeir geri það eftir sigurleik,“ bætti hann við en skömmu eftir viðtalið fékk hann að vita að hann væri ekki í átján manna hópnum sem fer til Þýskalands. „Maður vill alltaf spila enda er maður í þessu til þess. En ég er sáttur við að vera í landsliðinu en það var mitt fyrsta markmið eftir að ég skipti um félag úti. Ég er sáttur við að ég varð valinn og ég gerði mitt besta á æfingum og í leiknum í kvöld. Meira er ekki hægt að gera.“Arnór: Ýmislegt sem þarf enn að laga Arnór Atlason var í leiðtogahlutverki í íslenska liðinu í kvöld en hann var einn fárra lykilmanna íslenska liðsins sem hvíldi ekki í síðari æfingaleiknum gegn Portúgal. „Við tókum skref aftur á bak í gær en náðum að gera aðeins betur í kvöld þó svo að það sé enn ýmislegt sem þarf að laga, bæði í vörn og sókn. Það er þó gott að það eru enn nokkrir dagar í mót,“ segir Arnór sem var fyrirliði íslenska liðsins í kvöld. „Við töpuðum aðeins færri boltum í kvöld þó svo að tapaðir boltar í kvöld hafi verið fleiri en við ætluðum okkur. En þeir sem fengu tækifærið í kvöld nýttu það vel og það er alltaf dýrmætt að fá mínútur með landsliðinu.“ Arnór er bjartsýnn á gott gengi íslenska liðsins næstu daga og vikur og telur að það sé á réttri leið. „Við höfum stórar væntingar og vonandi komumst við heilir og flottir frá þessum leikjum gegn Þýskalandi og tökum nokkur skref áfram í þeim.“Rúnar: Tel að ég nýtist liðinu vel Rúnar Kárason var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld og var á löngum köflum öflugasti sóknarmaður Íslands í naumum sigri á Portúgal. „Ég er ánægður með hvernig ég nýtti tækifærið í kvöld, að stórum hluta. Ég skoraði nokkur mörk og spilaði að mér fannst fína vörn í fyrri hálfleik. Það dró svo aðeins af mér í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn, sem ég er ekki ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leikinn í kvöld. „Ég hefði viljað gera aðeins færri mistök en ég gerði í seinni hálfleik en heilt yfir var ég bara nokkuð sáttur.“ Rúnar segir að það hafi verið gott að vinna leikinn í kvöld eftir tapið í gær. „Við náðum ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur að gera í gær en það var mikilvægt fyrir okkur sem erum að reyna að klóra okkur inn í þetta lið að við náðum að vinna leikinn. Það er gott fyrir móralinn.“ Rúnar fékk svo að vita skömmu eftir viðtalið að hann hafi verið valinn í átján manna hópinn sem fer til Þýskalands um helgina. Hann telur að hann muni nýtast liðinu vel ef hann fer alla leið til Póllands. „Alexander er ekki heill heilsu og þó svo að ég viti að ég verði ekki burðarás í liðinu þá held ég að ég geti komið inn og nýst liðinu vel. Skorað nokkur mörk og losað pressuna af Aroni fyrir utan punktalínu, auk þess sem að það myndast pláss fyrir aðra leikmenn í liðinu ef það þarf að stíga út í mig.“Rúnar Kárason.Vísir/AntonRúnar Kárason lék vel á móti Portúgal í kvöld.Vísir/Anton BrinkArnór Atlason.Vísir/AntonBjarki Már Elísson.Vísir/Anton EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
Ísland náði að hefna ófaranna frá því í gær og vinna eins marks sigur á Portúgal, 25-24, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikur Íslands fyrir EM í Póllandi.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Kaplakrika í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Minni spámenn og leikmenn úr B-liðinu fengu margir mínútur í kvöld þar sem að Aron Kristjánsson ákvað að hvíla marga lykilmenn í kvöld. Eftir góðan fyrri hálfleik og öfluga byrjun í þeim síðari hrundi leikur Íslands. Portúgal komst yfir en strákarnir héldu haus og kláruðu leikinn með sigri, þó svo að það hafi staðið tæpt. Ísland spilar næst tvo æfingaleiki gegn Þýskalandi ytra áður en mótið hefst í Póllandi í næstu viku. Rúnar Kárason átti öflugan leik í kvöld og minnti á sig með sjö mörkum. Aron Rafn Eðvarðsson átti sterkan fyrri hálfleik og þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Þór Gunnarsson skiluðu mikilvægum mörkum. Guðmundur Hólmar Helgason spilaði ágætlega í vörninni en allir gerðu þeir nóg til að halda sér inni í átján manna hópnum sem fer til Þýskalands í fyrramálið. Portúgal var skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Íslenska liðið var að spila sig í ágæt færi en nýtti þau illa. Strákarnir skoruðu aðeins þrjú mörk fyrstu tíu mínúturnar en fínn varnarleikur og frammistaða Arons Rafns í markinu sá til þess að leikurinn var áfram jafn. Gestirnir gerðust svo mistækir í sóknarleik sínum og okkar menn nýttu sér það vel. Ísland komst yfir, 6-5, á þrettándu mínútu og eftir að Portúgal jafnaði metin í næstu sókn skoraði liðið aðeins eitt mark á næstu tíu mínútum. Ísland náði á þessum kafla að spila góða vörn auk þess sem að Rúnar Kárason fór að raða inn mörkunum. Hann var alls með fimm mörk í sjö skotum í fyrri hálfleik. Ólafur Guðmundsson fékk svo tækifærið og þakkaði fyrir sig með tveimur mörkum. Það var mikil bæting á skotnýtingu íslenska liðsins frá því í gær en hún var 67 prósent í fyrri hálfleik. Þar að auki varði Aron Rafn sjö skot í markinu, þar af nokkur dauðafæri sem hafði mikið að segja. Strákarnir hófu síðari hálfleikinn af miklum og góðum krafti og komust mest sex mörkum yfir, 17-11. En þá missti Ísland tvo menn af velli í tveggja mínútna brottvísun með skömmu millibili og við það komust gestirnir aftur inn í leikinn. Óðagot greip um sig í íslensku sókninni og rétt eins og í gær byrjuðu strákarnir okkar að gera sig seka um mistök sem gestirnir refsuðu ítrekað fyrir. Á sjö mínútna kafla náði Portúgal að skora sjö mörk gegn aðeins einu hjá Íslandi og komast yfir, 22-21. Sem betur fer náðu okkar menn aðeins áttum á ný - Ólafur Guðmundsson skoraði mikilvæg mörk og Portúgal gerði sig seka um brot og mistök sem gerði það að verkum að Ísland náði aftur undirtökunum og náði að lokum að landa naumum sigri. Síðustu átján mínútur leiksins voru þó allt annað en sannfærandi og sýndi svo ekki sé um villst að það þarf ekki margar mínútur til að kasta góðri stöðu frá sér. Margir öðluðust þó dýrmæta reynslu í kvöld og verður að teljast jákvætt að þeir leikmenn sem spiluðu hafi gert nóg til að forða því að Portúgal færi aftur af landi brott með tvo sigra í farteskinu.Bjarki Már: Gerði mitt besta Bjarki Már Elísson var ekki valinn í landsliðshópinn sem fer á EM í handbolta en hann fékk fáar mínútur í æfingaleiknum gegn Portúgal í kvöld, sem Ísland vann með eins marks mun. „Mér fannst við eiga skilið að vinna. Við vorum flottir framan af og þó svo að það sé erfitt að bera þessa tvo leiki saman þá var vörnin betri en í gær fannst mér,“ sagði Bjarki Már sem spilaði síðustu átján mínútur leiksins í kvöld. „Það er gott fyrir þá sem eru að fara út að þeir geri það eftir sigurleik,“ bætti hann við en skömmu eftir viðtalið fékk hann að vita að hann væri ekki í átján manna hópnum sem fer til Þýskalands. „Maður vill alltaf spila enda er maður í þessu til þess. En ég er sáttur við að vera í landsliðinu en það var mitt fyrsta markmið eftir að ég skipti um félag úti. Ég er sáttur við að ég varð valinn og ég gerði mitt besta á æfingum og í leiknum í kvöld. Meira er ekki hægt að gera.“Arnór: Ýmislegt sem þarf enn að laga Arnór Atlason var í leiðtogahlutverki í íslenska liðinu í kvöld en hann var einn fárra lykilmanna íslenska liðsins sem hvíldi ekki í síðari æfingaleiknum gegn Portúgal. „Við tókum skref aftur á bak í gær en náðum að gera aðeins betur í kvöld þó svo að það sé enn ýmislegt sem þarf að laga, bæði í vörn og sókn. Það er þó gott að það eru enn nokkrir dagar í mót,“ segir Arnór sem var fyrirliði íslenska liðsins í kvöld. „Við töpuðum aðeins færri boltum í kvöld þó svo að tapaðir boltar í kvöld hafi verið fleiri en við ætluðum okkur. En þeir sem fengu tækifærið í kvöld nýttu það vel og það er alltaf dýrmætt að fá mínútur með landsliðinu.“ Arnór er bjartsýnn á gott gengi íslenska liðsins næstu daga og vikur og telur að það sé á réttri leið. „Við höfum stórar væntingar og vonandi komumst við heilir og flottir frá þessum leikjum gegn Þýskalandi og tökum nokkur skref áfram í þeim.“Rúnar: Tel að ég nýtist liðinu vel Rúnar Kárason var markahæstur í íslenska liðinu í kvöld og var á löngum köflum öflugasti sóknarmaður Íslands í naumum sigri á Portúgal. „Ég er ánægður með hvernig ég nýtti tækifærið í kvöld, að stórum hluta. Ég skoraði nokkur mörk og spilaði að mér fannst fína vörn í fyrri hálfleik. Það dró svo aðeins af mér í seinni hálfleik, bæði í vörn og sókn, sem ég er ekki ánægður með,“ sagði Rúnar eftir leikinn í kvöld. „Ég hefði viljað gera aðeins færri mistök en ég gerði í seinni hálfleik en heilt yfir var ég bara nokkuð sáttur.“ Rúnar segir að það hafi verið gott að vinna leikinn í kvöld eftir tapið í gær. „Við náðum ekki að framkvæma það sem við ætluðum okkur að gera í gær en það var mikilvægt fyrir okkur sem erum að reyna að klóra okkur inn í þetta lið að við náðum að vinna leikinn. Það er gott fyrir móralinn.“ Rúnar fékk svo að vita skömmu eftir viðtalið að hann hafi verið valinn í átján manna hópinn sem fer til Þýskalands um helgina. Hann telur að hann muni nýtast liðinu vel ef hann fer alla leið til Póllands. „Alexander er ekki heill heilsu og þó svo að ég viti að ég verði ekki burðarás í liðinu þá held ég að ég geti komið inn og nýst liðinu vel. Skorað nokkur mörk og losað pressuna af Aroni fyrir utan punktalínu, auk þess sem að það myndast pláss fyrir aðra leikmenn í liðinu ef það þarf að stíga út í mig.“Rúnar Kárason.Vísir/AntonRúnar Kárason lék vel á móti Portúgal í kvöld.Vísir/Anton BrinkArnór Atlason.Vísir/AntonBjarki Már Elísson.Vísir/Anton
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira