Gagnrýna samráðsleysi stjórnvalda vegna þvingana gagnvart Rússum Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. ágúst 2015 07:00 Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu. Alþingi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Fleiri fréttir Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Sjá meira
Óánægja er innan sjávarútvegsins með samráðsleysi stjórnvalda vegna viðskiptaþvingana gagnvart Rússum og kallað er eftir umræðu um aðgerðirnar. „Þegar stjórnvöld taka ákvörðun sem hér virðist hafa verið tekin er ástæða til að vanda þar til verka og hafa samráð við þá sem þessara hagsmuna hafa að gæta og umræða um þetta allt saman sé uppi á borðum. Okkur þykir hafa skort á það,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Kolbeinn ÁrnasonRussia Today greinir frá því að rússneska landbúnaðarráðuneytið vinni nú að tillögum um að koma á banni við innflutningi matvæla frá sjö Evrópuríkjum utan ESB sem styðja viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum, þar á meðal Íslandi. Ekki sé þó búið að ákveða endanlega hvaða ríki séu á listanum að sögn talsmanns rússneska landbúnaðarráðuneytisins. Íslendingar hafa ekki verið meðal þeirra þjóða sem Rússar hafa beitt innflutningsbanni þrátt fyrir að Ísland hafi tekið þátt í viðskiptaþvingunum Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og fleiri þjóða gagnvart Rússum. Kolbeinn veltir fyrir sér hvort stjórnvöld hafi tekið rétta ákvörðun í að styðja viðskiptaþvinganirnar. „Bara þetta hagsmunamat, er það örugglega rétt? Manni finnst að það eitt og sér ætti að fara fram,“ segir hann. Þá gagnrýnir Kolbeinn einnig að hagsmunaaðilar fái ekki reglulega fréttir af stöðu mála. „Ef þú færð fregnir af þessu með einhverjum fyrirvara þá getur þú brugðist við í þínum viðskiptum. Það eru einhver skip sem sigla nú til Rússlands með töluvert af þessum afurðum.“ Kolbeinn segir fyrirtæki í sjávarútvegi hafa miklar áhyggjur af mögulegu innflutningsbanni Rússa á íslenskar afurðir. Fáir markaðir séu fyrir þær sjávarafurðir sem Íslendingar selji til Rússlands. „Þeir markaðir sem þó eru opnir borga mun verr en sá rússneski,“ segir Kolbeinn.Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, gagnrýnir einnig samráðsleysi stjórnvalda við sjávarútveginn og kallar eftir efnislegri umræðu um viðskiptabannið. Gunnþór segir útflutning Síldarvinnslunnar til Rússlands hafa aukist að undanförnu. „Við höfum verið að vaxa mjög í þessu og þetta hefur gríðarleg áhrif,“ segir hann. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segist hafa áhyggjur af stöðunni en ekki sé ástæða til að breyta um stefnu gagnvart Rússlandi. „Við verðum bara að vona það að þrátt fyrir þessa deilu sjái þeir ekki ástæðu til að stöðva viðskipti við okkur á þessum vettvangi,“ segir Jón. Utanríkismálanefnd Alþingis mun funda í dag þar sem áframhaldandi þvingunaraðgerðir gegn Rússum verða til umræðu.
Alþingi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Viðskipti innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Fleiri fréttir Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Sjá meira