Við viljum trausta, opinbera heilbrigðisþjónustu Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem hægristjórnin sé ófær um að leysa alvarlegan vanda heilbrigðiskerfisins með hag almennings að leiðarljósi. Hugmyndum um gróða, markað, kostnað og gjöld er þröngvað inn í umræðuna um viðkvæma stöðu heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja ríkinu þjónustuna eru að skilgreina þarfirnar og útfærsluna sjálfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talar um markaðinn þar sem heilbrigðisstéttir eigi að nota tækifærið til að nýta og segir: „Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt.“ Markaðurinn er væntanlega samansafn veikra Íslendinga og hann vilja hægrimenn að heilbrigðisstéttir nýti sér til hagsbóta. En væri það til hagsbóta fyrir sjúklingana og heilbrigðiskerfi sem á að vera aðgengilegt öllum óháð efnahag? Heilbrigðisráðherra hefur sagt að einkarekstur geti ekki tekið við því hlutverki sem Landspítalinn sinnir, en vinnur að einkarekstri heilsugæslustöðva. Ekkert kallar á aukinn einkarekstur grunnstoða velferðarsamfélagsins nema frjálshyggjustefna Sjálfstæðismanna. Því miður virðast þeir fá góðan frið fyrir Framsóknarmönnum í ríkisstjórn til að vinna að framgangi þeirrar stefnu. Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki raunverulega rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, geri þeim kleift að halda góðum mannauði og að mæta þörfum sjúklinga um land allt. Það á að vera forgangsverkefni. Heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir tilheyra grunnstoðum velferðarkerfisins og að þeim þurfum við að gæta nú þegar hugmyndir um aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu vaða uppi. Gleymum því ekki grunnþjónustunni í umræðunni um alvarlegan vanda Landspítalans. Hana má ekki einkavæða í skiptum fyrir að rekstur Landspítalans verði opinber eins og heilbrigðisráðherra virðist vilja. Nú þegar hafa verið gerðir þjónustusamningar um einstök verk innan heilbrigðiskerfisins en einkarekstur getur ekki komið í staðinn fyrir trausta opinbera heilbrigðisþjónustu sem rekin er af myndarbrag. Aldrei má vafi leika á því hvort hagsmunir sjúklinga eða rekstraraðila heilbrigðisstofnana vegi þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka sína heilbrigðisþjónustu sjálf.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar