Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki Hilmar J. Malmquist skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun