Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki Hilmar J. Malmquist skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun