Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Sigríður Á. Andersen skrifar 20. júlí 2015 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar