Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Sigríður Á. Andersen skrifar 20. júlí 2015 07:00 Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilunnar eru skiljanlegar og ef undan er skilinn samtakamáttur uppsagnanna, sem kann að orka tvímælis, þá eru þær í engu frábrugðnar því sem þekkt er á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirtæki sæta því stöðugt að missa hæft starfsfólk vegna ágreinings um laun, og oft til samkeppnisaðila. Hví skyldi þessu vera öðruvísi farið hjá ríkinu? Vandinn sem blasir þó við hjúkrunarfræðingum er sá að ekki er um auðugan garð að gresja hér á landi fyrir þá sem hafa hug á að vinna við hjúkrun. Yfir þeim markaði gín ríkið nánast eitt. Að því leyti er hjúkrunarfræðingum vorkunn. Þeir hafa að fáu að hverfa og trúlega munu áfram starfa á spítalanum hjúkrunarfræðingar óánægðir með laun sín, hver sem þau verða. Þeir sjá ekki tækifæri utan spítalans. En hér veldur hver á heldur. Auðvitað eru tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga utan veggja ríkisspítala, jafnvel við hjúkrun. En þau þarf að grípa. Það sjá mögulega þeir hjúkrunarfræðingar sem nú hafa boðað stofnun félags um hjúkrunarþjónustu sem væri í stakk búin til þess að selja ríkinu sem öðrum þjónustu hjúkrunarfræðinga. En þeir eiga ekki að einblína á ríkið í þessum efnum. Fjölgun fyrirtækja í hvers kyns heilbrigðisþjónustu hefur ekki bara í för með sér tækifæri fyrir lækna heldur einnig fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Þessum tækifærum utan ríkisrekstursins þarf hins vegar að fjölga. Það gerir enginn nema heilbrigðisstéttirnar sjálfar sem best þekkja spurnina eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Með aukinni þátttöku heilbrigðisstarfsfólks utan ríkiskerfisins fær ríkið líka þá samkeppni og aðhald sem nauðsynleg er til þess að geta staðið undir starfsemi þar sem flestir eru ánægðir, sjúklingar og starfsmenn.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar