Dýraníð – þversögn þjóðar Þröstur Friðfinnsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslendingum er almennt annt um dýr jarðar og þeir eru fljótir að fordæma illa meðferð þeirra. Hver man ekki eftir Lúkasarfári og þá er það talið dýraníð að drepa tófu með snæri eða vasahníf að vopni. Höfum við þó ekki mikla samúð með dýrbítum. Það er því einkennileg þversögn að Íslendingar skuli taka því sem sjálfsögðum hlut að limlesta og murka lífið úr nokkur hundruð kindum ár hvert með bifreiðum. Eru þær þó ekki ætlaðar til slíkra hluta og auk þjáninga sauðfjárins fylgir mikið eignatjón og slysahætta á fólki. Sagt hefur verið að blessuð sauðkindin hafi haldið lífi í þjóðinni um árhundruð. Það er því sérlega ómaklegt að fara svona að og má heita þjóðarskömm. Auk tjóns á bílum og þjáninga kindanna, þá er það ömurleg lífsreynsla öllum sem lenda í að aka á kind og limlesta eða drepa. Það er ekki ósk nokkurs að ferðamenn sem til landsins koma hverfi til síns heima með slíka reynslu í farteskinu. Sama gildir um ungmennin okkar sem við sendum óreynd út í umferðina, ekki viljum við að hver ökuferð milli landshluta sé þeim sem rússnesk rúlletta, eða hvað? Nú hefur fé verið sleppt í sumarhaga og víða er það við vegi. Í byggð er almennt orðið viðunandi ástand og búfé girt af frá vegum en flestir fjallvegir liggja hins vegar um afréttir, meira og minna ógirtir. Girðingar eru að sönnu dýrar í uppsetningu og viðhaldi. En er ekki betra að eyða fé í girðingar en tjónakostnað? Þjóðarátaks er þörf. Ef við tökum okkur nú saman, stjórnvöld, Vegagerðin, tryggingafélögin, Bændasamtökin og sveitarfélög, þá trúi ég að hægt sé að gera byltingu og koma sauðfé að mestu af vegunum á 3 til 5 árum. Væntanlega eru til skráningar hjá tryggingafélögum og eftir þeim hægt að vinna, þ.e. byrja að girða þar sem vandinn er mestur þannig að árangur skili sér sem hraðast. Vilji er allt sem þarf, við getum ekki borið við fjárskorti endalaust.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun