Fólk og fjármagn Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2015 07:00 Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Miklar pólitískar hræringar hafa orðið eftir efnahagskreppuna, ekki einungis á Íslandi heldur um alla Evrópu. Sumir vilja nú meina að vinstri og hægri séu ekki lengur gild hugtök í pólitísku landslagi samtímans. Ég er ósammála því. Fyrir mér snúast átök vinstri og hægri um átök fólks og fjármagns. Þar er hlutverk vinstrimanna að vera þjónar fólksins; stuðla að almannahag í öllum sínum störfum en þjóna ekki aðeins fjármagninu. Fjármagnsöflin hafa náð æ sterkari tökum á samfélaginu seinustu áratugi. Það hefur til dæmis gerst með einkavæðingu almannaþjónustu, regluverk hefur verið sniðið að þörfum stórfyrirtækja og lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa veigrað sér við að stíga mikilvæg skref, t.d. til að sporna gegn loftslagsbreytingum, til að styggja ekki stórfyrirtæki. Núna þegar Grikkir standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum um framtíð sína er mikilvægt að hafa í huga að það er stjórnmálamannanna að tryggja að fólkið sjálft ráði framtíð sinni, ekki einvörðungu stórfyrirtæki og fjármagnsöfl. Þessi átakalína gæti dýpkað enn í framtíðinni. Þegar eignir og auður safnast á æ færri hendur mun að sjálfsögðu verða tekist á um þann ójöfnuð og misrétti. Ríkasta eina prósent heimsins á nú þegar helming alls auðs mannkyns. Ríkustu tíu prósent Íslendinga eiga meira en 70% alls auðsins þannig að þróunin hefur verið sú sama hér á landi. Það er eðlilegt að almenningur berjist gegn þessu ranglæti. Á sama tíma mun almenningur þurfa að takast á við loftslagsbreytingar þar sem erfiðara verður en áður að nýta auðlindir jarðar til að sjá öllum farborða. Ef við viljum aukna sátt og velsæld í samfélaginu ætti það að vera brýnasta verkefni stjórnmálanna að endurútdeila auðæfum. Taka afstöðu með fólki gegn fjármagnsöflum þannig að auðæfin dreifist með jafnari hætti, almannahagur verði tryggður og um leið almenn hagsæld því aukinn jöfnuður og öflugt velferðarkerfi tryggja hana. Á sama tíma þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlinda til þess að skapa traustan grunn til framtíðar. Um þetta snúast hugmyndafræðileg átök samtímans. Hvort sem við köllum þau átök hægri og vinstri eða átök fólks og fjármagns. Þar þarf leiðarljósið að vera almannahagur en ekki hagur fjármagnsaflanna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar