Hvar er samkenndin? Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir skrifar 25. júní 2015 07:00 Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að segja alþjóð frá því að undanfarin ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög mikið. Hafa menn jafnvel leyft sér að tala um að ferðamenn séu eins og engisprettufaraldur og að það sé ekki líft í miðbæ Reykjavíkur fyrir útlendingum og því sem þeim fylgir. Þegar talað er af slíku gáleysi er ekki hugsað um það hverju ferðaþjónusta hefur skilað í þjóðarbúið og hversu margir hafa lífsviðurværi sitt af því að starfa í ferðaþjónustu og skyldum greinum. Ferðaþjónusta er atvinnugrein! Upp á síðkastið hefur hins vega gætt pirrings og óþolinmæði gagnvart þeim sem þjóna erlendum ferðamönnum og hefur orðræðan oftar en ekki beinst að langferðabílum sem eru að reyna að athafna sig nálægt gististöðum borgarinnar. Þetta á jafnt við um hótel og gistiheimili í miðborginni, sem og í öðrum hverfum borgarinnar. Rútur eru allt í einu orðin bitbein og allir hafa rétt á því að skammast út af rútum í borginni. Rútur eru stór partur af borgarmyndinni allri og gegna veigamiklu hlutverki í því sjónarspili sem flutningur erlendra gesta milli staða í Reykjavík er. Borgarbúar leyfa sér að kalla ókvæðisorðum að bílstjórum langferðabílanna, berja bílana að utan, hrækja á þá, djöflast á bílflautum og sýna hug sinn með hjálp löngutangar. Sumir bílstjóranna geta ekki stillt sig um að svara til baka, en flestir láta þetta yfir sig ganga og reyna að halda andliti gagnvart farþegum sínum. Farþegarnir verða oft dauðskelkaðir og vita ekki í hvaða feni þeir eru lentir og spyrja; erum við velkomin. Íslendingar gefa sig út fyrir að vera réttlát og friðelskandi þjóð, en nú er búið að gefa út skotleyfi á rútur og friðsælir borgarar umhverfast í merkisbera ímyndaðs réttlætis með því að láta skap sitt bitna á rútubílum! Fréttir af stórum rútum sem eru fastar í öngstrætum miðborgarinnar eru blásnar út í fjölmiðlum og allir eiga til sögur af rútum sem leggja uppi á stéttum, í merkt stæði opinberra starfsmanna og á stöðum þar sem mikið er um einkabíla. Alls staðar eru rúturnar fyrir.Skaði fyrir þjóðarbúið Öll hótel og allir gististaðir í Reykjavík telja sig eiga rétt á því að fá rútur heim að dyrum, ýmist til að skila farþegum af sér eða til að sækja gesti sem eru að fara úr landi eða í styttri og lengri ferðir. Rútufyrirtæki reyna eftir fremsta megni að verða við þessum óskum, þrátt fyrir að í mörgum tilfellum hreinlega vanti almenn bílastæði við hótelin og gististaðina, hvað þá að gert sé ráð fyrir rútum. Tvö nýleg hótel í borginni eru til vitnis um þetta, annað við Hlemm og hitt í Þórunnartúni, það síðara er stærsta hótel á Íslandi. Aðkoma að því hóteli frá Borgartúni er lokuð og frá Bríetartúni er aðeins fólksbílafæri. Það þýðir þó ekki að sakast við einn eða neinn, heldur gera gott úr því sem er til staðar hverju sinni. Það má þó brýna fyrir samborgurunum að sýna umburðarlyndi og samkennd þó að smátafir verði vegna skorts á rútubílastæðum í borginni. Hugmynd yfirmanna borgarinnar um hjólandi og gangandi fólk í miðbænum er góð og gild, en á hreint ekki við um erlenda gesti sem þekkja ekki borgina og eru þar að auki oftast með þungan farangur meðferðis, en ekki hjólið sitt. Pirringur og reiði smita út frá sér og fæla frá. Við eigum að sýna umburðarlyndi og vera gestrisin – það væri mikill skaði fyrir þjóðarbúið ef ferðamenn hætta að koma til landsins. Það þarf að viðurkenna þjónustu sem atvinnugrein.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun