Aron: Það er frábært að fá Óla inn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 08:15 Aron fer yfir málin með strákunum á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll. Hann verður líklega án Alexanders Peterssonar í kvöld en hefur fengið Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið. Vísir/Vilhelm „Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
„Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira