Á milli þjálfara og leikmanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 07:00 Ólafur Stefánsson kom með góða og jákvæða strauma á æfingu strákanna okkar í Höllinni í gær en hann er kominn í þjálfarateymið sem er mikill happafengur fyrir íslenska landsliðið Vísir/Vilhelm Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Grikkland | Geta tryggt sig á fjórtánda EM í röð Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira