Tala látinna hækkar enn guðsteinn bjarnason skrifar 28. apríl 2015 07:00 Íbúar bera burt eigur sínar með aðstoð björgunarfólks, sem byrjað er að leita í rústunum í bænum Baktapúr, rétt hjá höfuðborginni Katmandú. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira
Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Sjá meira