Undrun íslenska óperuheimsins Magnús Guðmundsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun