Samhljómur gegn ójöfnuði Árni Páll Árnason skrifar 24. apríl 2015 07:00 Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun