Langbesta fullveldisgjöfin Elín Hirst skrifar 10. apríl 2015 07:00 Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun