Telja Samherja hafa samkeppnisforskot sveinn arnarsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Matorka mun nýta heitt affallsvatn frá orkuverinu í Svartsengi. Fréttablaðið/Valli Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll. Alþingi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll.
Alþingi Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira