Telja Samherja hafa samkeppnisforskot sveinn arnarsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Matorka mun nýta heitt affallsvatn frá orkuverinu í Svartsengi. Fréttablaðið/Valli Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll. Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll.
Alþingi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira