Fyrrverandi olíumálaráðherrann Sigurjón M. Egilsson skrifar 23. mars 2015 06:45 Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segir nú að það hafi verið mistök að vilja olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að mér fellur miklu betur að vera kallaður hæstvirtur olíumálaráðherra því að það er titill sem ég mun að minnsta kosti af fremsta megni reyna að standa undir.“ Þannig talaði Össur Skarphéðinsson um sjálfan sig í ræðustól Alþingis á árinu 2008. Gangi hins vegar nýtilkominn vilji Samfylkingarinnar eftir þarf hvorki Össur, né nokkur annar, að standa undir starfsheitinu olíumálaráðherra. Þetta eru miklar breytingar á afstöðu Samfylkingarinnar. Össur sem oft kallaði sjálfan sig olíumálaráðherra fundaði með olíumálaráðherra Noregs fyrir aðeins tveimur árum: „Ég er mjög ánægður með fundi mína með norsku ráðherrunum í dag og í gær um hugsanlegt samstarf á sviði þjónustu við olíusvæðin sem ég tel að verði komin vel áleiðis fyrir 2025. Það yrði gríðarlegur búhnykkur fyrir Ísland ef hægt verður að ná sammæli um það við Norðmenn, og líka Grænlendinga, að byggja í framtíðinni upp þjónustu á Íslandi fyrir öll þau þrjú olíusvæði sem ég tel líklegt að verði þróuð norðan Íslands í framtíðinni. Fundurinn með Ola Borten Moe var sérstaklega gagnlegur af því hann skýrði mjög vel næstu skref Norðmanna gagnvart rannsóknum og þróun norska hluta Jan Mayen hryggjarins,“ sagði Össur þá. Nú hefur flokkurinn, þrátt fyrir væntingar formannsins fyrrverandi, kúvent í afstöðu sinni og ályktaði um olíuleitina: „Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum, skapar hættu á mengunarslysum og umhverfisógn í grennd við fiskimið okkar og verðmæta strandlengju, og mundi skaða ímynd Íslands sem miðstöðvar matvælaframleiðslu, náttúruparadísar ferðamanna og framsækins ríkis í orku- og umhverfisefnum. Samfylkingin telur að mistök hafi verið gerð þegar leit var hleypt af stað á Drekasvæðinu. Nú þarf að vinda ofan af þeirri leit og vinnsluáformum og lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni. Slík yfirlýsing verði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær það hafa verið mistök að samþykkja olíuleitina á sínum tíma. Hann sagði að nú þyrfti að vinda ofan af ferlinu og að yfirlýsingar Íslands um að nýta ekki olíuauðlindir yrðu hluti af þeim heildarskuldbindingum sem Ísland myndi undirgangast í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Með samþykktinni færist Samfylkingin nærri Vinstri grænum sem hefur einn stjórnmálaflokka talað fyrir að við eigum ekki að leita eftir að vinna olíu af hafsbotni á Drekasvæðinu. Árni Páll áréttaði að við ættum frekar að leggja áherslu á að rafvæða samgöngurnar. Hvort sem það var í gríni eða alvöru sem Össur Skarphéðinsson skreytti sjálfan sig með titlinum olíumálaráðherra Íslands er ljóst að titillinn verður aldrei að veruleika, fái landsfundur Samfylkingarinnar nokkru um það ráðið.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar