Hinn grái hversdagsleiki Stjórnarmaðurinn skrifar 18. mars 2015 12:00 Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þegar Evrópusambandið ber á góma verða alltaf hróp og köll. Það er furðulegt sökum þess, að um er að tefla fyrirbæri sem er alltumlykjandi. Við kaupum mest af okkar neysluvarningi frá ESB og seljum lungann af framleiðslu okkar þangað. Ferðamenn þaðan fylla margar flugvélar dag hvern og við heimsækjum Evrópu í stórum hópum. Þetta ætti að vera uppspretta skapandi skoðanaskipta um samneytið við þetta fólk. En það er öðru nær. Því skalþó ekki haldið fram með nokkurri vissu, að við eigum heima í ESB. Þetta gjöfula samneyti á sér stað án þess að við séum þar innanborðs. Við einfaldlega vitum ekki með vissu hvað myndi breytast í þessari sambúð fyrr en samningur liggur á borðinu. Raunar ekki alveg fyrr en við stökkvum á vagninn – ef svo ólíklega fer. Sumir eru með allt á hreinu og útlista kostina og gallana eins og stilltir á sjálfstýringu. En við höfum lært, að það eru einmitt þeir sem eru með allt á hreinu, sem óvarlegt er að treysta. Hversdagsleikinn er grár. Myndir í svörtu eða hvítu eru iðulega falskar. Jón Gnarr og Píratar eru sennilega þeir íslensku pólitíkusar (ef rétt er að nota það orð) sem hafa mestan meðbyr þessa dagana. Gnarr og sjóræningjarnir eiga það sameiginlegt að vera ekki hluti af æfðum kór með fjölfölduð nótnablöð frá flokkskontór, sem hefur látið finna út hvaða söngur hljómar best í kosningaslag. Þau leyfa sér þann munað að nálgast málin, klóra sér í hausnum og leita svara fyrir opnum tjöldum. Fylgiskannanir sýna að æ fleiri kjósendur kunna að meta slík vinnubrögð. Þannig á að nálgast deiluna um ESB og útkljá hana. Safna saman öllum upplýsingum í eitt plagg – samningsdrög. Hvert og eitt getum við svo tekið afstöðu til staðreyndanna. Andstæðingar aðildar ættu ekki að þurfa að óttast. Þar fara stórir strákar og stelpur. En skoðanaskiptin eiga að byggjast á því sem fyrir liggur, ekki getgátum. Íslendingar vilja ekki ganga í ESB samkvæmt fylgismælingum. En þjóðin vill vita um hvað er að tefla. Þess vegna er grunsamlegt hvað andstæðingar aðildar eru ákafir í málflutningi sínum. Óttast þeir að í samningsdrögum leynist eitthvað sem breyti afstöðu fólks – eitthvað sem er heildinni hagfellt en þrengri hagsmunum óhagfellt? Spyr sá sem ekki veit.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira