Lögleysa Orkustofnunar Árni Finnsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Nýverið lagði Orkustofnun til við verkefnisstjórn þriðja áfanga Rammaáætlunar að hún taki fyrir tvo orkukosti – Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu – sem eru á landsvæði sem þegar er í verndarflokki áætlunarinnar. Svæðið eru hin margrómuðu Þjórsárver. Samtals leggur Orkustofnun fram 80 virkjunarkosti fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga en dró til baka þrjá kosti, þar af tvo í verndarflokki sem augljóslega eru inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Gefur auga leið að verkefnisstjórnin mun ekki komast yfir að flokka alla þessa kosti og vekur furðu að stofnunin leggi einnig fram til mats virkjunarkosti í verndarflokki – samkvæmt niðurstöðum annars áfanga, en sú flokkun hefur verið staðfest af Alþingi með þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það á einkum við um Þjórsárver. Réttur lögmannsstofa hefur fyrir hönd Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Vina Þjórsárvera skrifað verkefnisstjórninni bréf þar sem bent er á að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveði á um að að lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta/svæða í verndarflokki. Engin tvímæli eru um að Þjórsárver eru í verndarflokki eða að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafinn. Jafnframt er bent á að samkvæmt lögskýringargögnum felur skipan virkjunarkosta í verndarflokk „…ekki í sér friðlýsingu í hefðbundnum skilningi heldur tímabundna vernd gagnvart orkuvinnslu á þeim svæðum sem afmörkuð eru í verndarflokknum á meðan friðlýsingarferli samkvæmt náttúruverndarlögum, nr. 44/1999, fer fram…“ Krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands er því að verkefnisstjórnin hafni tillögu Orkustofnunar enda beri, lögum samkvæmt, að friðlýsa allt svæðið vestan Þjórsár, þ.m.t. verin og hina stórkostlegu fossa efst í ánni, Dynk og Gljúfurleitarfoss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Finnsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið lagði Orkustofnun til við verkefnisstjórn þriðja áfanga Rammaáætlunar að hún taki fyrir tvo orkukosti – Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu – sem eru á landsvæði sem þegar er í verndarflokki áætlunarinnar. Svæðið eru hin margrómuðu Þjórsárver. Samtals leggur Orkustofnun fram 80 virkjunarkosti fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga en dró til baka þrjá kosti, þar af tvo í verndarflokki sem augljóslega eru inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Gefur auga leið að verkefnisstjórnin mun ekki komast yfir að flokka alla þessa kosti og vekur furðu að stofnunin leggi einnig fram til mats virkjunarkosti í verndarflokki – samkvæmt niðurstöðum annars áfanga, en sú flokkun hefur verið staðfest af Alþingi með þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það á einkum við um Þjórsárver. Réttur lögmannsstofa hefur fyrir hönd Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Vina Þjórsárvera skrifað verkefnisstjórninni bréf þar sem bent er á að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveði á um að að lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta/svæða í verndarflokki. Engin tvímæli eru um að Þjórsárver eru í verndarflokki eða að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafinn. Jafnframt er bent á að samkvæmt lögskýringargögnum felur skipan virkjunarkosta í verndarflokk „…ekki í sér friðlýsingu í hefðbundnum skilningi heldur tímabundna vernd gagnvart orkuvinnslu á þeim svæðum sem afmörkuð eru í verndarflokknum á meðan friðlýsingarferli samkvæmt náttúruverndarlögum, nr. 44/1999, fer fram…“ Krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands er því að verkefnisstjórnin hafni tillögu Orkustofnunar enda beri, lögum samkvæmt, að friðlýsa allt svæðið vestan Þjórsár, þ.m.t. verin og hina stórkostlegu fossa efst í ánni, Dynk og Gljúfurleitarfoss.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun