Lögleysa Orkustofnunar Árni Finnsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Nýverið lagði Orkustofnun til við verkefnisstjórn þriðja áfanga Rammaáætlunar að hún taki fyrir tvo orkukosti – Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu – sem eru á landsvæði sem þegar er í verndarflokki áætlunarinnar. Svæðið eru hin margrómuðu Þjórsárver. Samtals leggur Orkustofnun fram 80 virkjunarkosti fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga en dró til baka þrjá kosti, þar af tvo í verndarflokki sem augljóslega eru inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Gefur auga leið að verkefnisstjórnin mun ekki komast yfir að flokka alla þessa kosti og vekur furðu að stofnunin leggi einnig fram til mats virkjunarkosti í verndarflokki – samkvæmt niðurstöðum annars áfanga, en sú flokkun hefur verið staðfest af Alþingi með þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það á einkum við um Þjórsárver. Réttur lögmannsstofa hefur fyrir hönd Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Vina Þjórsárvera skrifað verkefnisstjórninni bréf þar sem bent er á að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveði á um að að lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta/svæða í verndarflokki. Engin tvímæli eru um að Þjórsárver eru í verndarflokki eða að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafinn. Jafnframt er bent á að samkvæmt lögskýringargögnum felur skipan virkjunarkosta í verndarflokk „…ekki í sér friðlýsingu í hefðbundnum skilningi heldur tímabundna vernd gagnvart orkuvinnslu á þeim svæðum sem afmörkuð eru í verndarflokknum á meðan friðlýsingarferli samkvæmt náttúruverndarlögum, nr. 44/1999, fer fram…“ Krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands er því að verkefnisstjórnin hafni tillögu Orkustofnunar enda beri, lögum samkvæmt, að friðlýsa allt svæðið vestan Þjórsár, þ.m.t. verin og hina stórkostlegu fossa efst í ánni, Dynk og Gljúfurleitarfoss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Finnsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Nýverið lagði Orkustofnun til við verkefnisstjórn þriðja áfanga Rammaáætlunar að hún taki fyrir tvo orkukosti – Norðlingaölduveitu og Kjalölduveitu – sem eru á landsvæði sem þegar er í verndarflokki áætlunarinnar. Svæðið eru hin margrómuðu Þjórsárver. Samtals leggur Orkustofnun fram 80 virkjunarkosti fyrir verkefnisstjórn þriðja áfanga en dró til baka þrjá kosti, þar af tvo í verndarflokki sem augljóslega eru inni í Vatnajökulsþjóðgarði. Gefur auga leið að verkefnisstjórnin mun ekki komast yfir að flokka alla þessa kosti og vekur furðu að stofnunin leggi einnig fram til mats virkjunarkosti í verndarflokki – samkvæmt niðurstöðum annars áfanga, en sú flokkun hefur verið staðfest af Alþingi með þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það á einkum við um Þjórsárver. Réttur lögmannsstofa hefur fyrir hönd Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Vina Þjórsárvera skrifað verkefnisstjórninni bréf þar sem bent er á að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (nr. 48/2011) kveði á um að að lokinni gerð rammaáætlunar skuli stjórnvöld hefja vinnu við friðlýsingu orkukosta/svæða í verndarflokki. Engin tvímæli eru um að Þjórsárver eru í verndarflokki eða að undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum er löngu hafinn. Jafnframt er bent á að samkvæmt lögskýringargögnum felur skipan virkjunarkosta í verndarflokk „…ekki í sér friðlýsingu í hefðbundnum skilningi heldur tímabundna vernd gagnvart orkuvinnslu á þeim svæðum sem afmörkuð eru í verndarflokknum á meðan friðlýsingarferli samkvæmt náttúruverndarlögum, nr. 44/1999, fer fram…“ Krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands er því að verkefnisstjórnin hafni tillögu Orkustofnunar enda beri, lögum samkvæmt, að friðlýsa allt svæðið vestan Þjórsár, þ.m.t. verin og hina stórkostlegu fossa efst í ánni, Dynk og Gljúfurleitarfoss.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun