Af efa Árni Páll Árnason skrifar 7. mars 2015 07:00 Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar