Ekki bara fyrir Dorrit Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. mars 2015 07:00 Síðastliðið haust mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endurskoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Þingsályktunartillagan er nú til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Hana má finna á þessari slóð og þar er einnig hægt að skoða innsendar umsagnir um málið.Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæðum, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili að EES-samningnum, netvæðst og upplifað bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk hafa stundum krafist þess að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar kröfur hafa því gert það að verkum að maki starfsmanns hefur þurft að flytja lögheimili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi eða jafnvel slíta samvistum við starfsmanninn. Þessar kringumstæður letja mögulega sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar sem að því fylgi breyting á lögheimili.Tími til endurskoðunar Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér að sinna atvinnu innan landamæra þeirra flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d. til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar að finna í lögum um lögheimili til að skrá lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt hefur hins vegar verið heimilað í mörgum tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar réttarheimildar. Kominn er tími til að taka lögin um lögheimili til endurskoðunar. Líklegt er að endurskoðunin hafi í för með sér að breyta þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðarlaga, laga um tekjuskatt og laga á sviði almannatrygginga. Það að hjónum sé heimilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er hagsmunamál margra, bæði einstaklinga og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með sama lögheimili. Ég vil að heimildin verði almenn og valfrjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín að þingsályktunartillagan verði samþykkt á þessu þingi og að frumvarp um breytinguna komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um að Alþingi feli innanríkisráðherra að setja á fót starfshóp sem undirbúi endurskoðun laga um lögheimili, nr. 21/1990, með það að markmiði að hjónum verði gert fært að eiga lögheimili hvort á sínum staðnum, hvort heldur er þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Einnig verði lagðar til breytingar á öðrum lögum sem þarf að breyta til að markmiðinu verði náð. Þingsályktunartillagan er nú til umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Hana má finna á þessari slóð og þar er einnig hægt að skoða innsendar umsagnir um málið.Lög um lögheimili hafa staðið óbreytt í um aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa átt sér stað miklar breytingar á þjóðfélagsaðstæðum, enda hefur þjóðin síðan þá gerst aðili að EES-samningnum, netvæðst og upplifað bankahrun svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu ár hefur nokkuð borið á því að hjón hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis 7. gr. laganna þar sem segir að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráða til sín starfsfólk hafa stundum krafist þess að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi vinnuveitandans á sér stað. Það hefur einnig færst í vöxt að hjón eða sambýlisfólk vinni hvort í sínu sveitarfélaginu. Þessar kröfur hafa því gert það að verkum að maki starfsmanns hefur þurft að flytja lögheimili sitt til sama sveitarfélags þrátt fyrir að bækistöð hans sé í raun í öðru sveitarfélagi eða jafnvel slíta samvistum við starfsmanninn. Þessar kringumstæður letja mögulega sambýlisfólk til að ganga í hjónaband þar sem að því fylgi breyting á lögheimili.Tími til endurskoðunar Í kjölfar bankahrunsins þurftu margir að sækja sér vinnu utan landsteinanna. Oft heldur þá annað hjóna utan á meðan hitt býr hér heima áfram ásamt börnum. Í sumum löndum er þess krafist að þeir sem ætla sér að sinna atvinnu innan landamæra þeirra flytji lögheimili sitt þangað. Svo háttar t.d. til í Noregi en margir Íslendingar hafa sótt atvinnu þangað. Enga heimild er hins vegar að finna í lögum um lögheimili til að skrá lögheimili hjóna í mismunandi löndum. Slíkt hefur hins vegar verið heimilað í mörgum tilvikum á grundvelli venju, óskráðrar réttarheimildar. Kominn er tími til að taka lögin um lögheimili til endurskoðunar. Líklegt er að endurskoðunin hafi í för með sér að breyta þurfi ákvæðum annarra laga, t.d. ábúðarlaga, laga um tekjuskatt og laga á sviði almannatrygginga. Það að hjónum sé heimilt að eiga lögheimili hvort á sínum stað er hagsmunamál margra, bæði einstaklinga og sveitarfélaga ef svo ber undir. Heimildir hafa fengist um slíkt á milli landa. Forseti Íslands og eiginkona hans eru t.d. ekki með sama lögheimili. Ég vil að heimildin verði almenn og valfrjáls og eigi ekki aðeins við þegar hjón starfa í hvort í sínu landinu. Það er von mín að þingsályktunartillagan verði samþykkt á þessu þingi og að frumvarp um breytinguna komi fram sem fyrst. Flutningsmenn tillögunnar eru úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Pólitískur ágreiningur ætti því ekki að tefja afgreiðslu málsins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun