Innlent

Skýrir áhuga á sæstreng hingað

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Grískar Vindmyllur. ESB leggur áherslu á bætta orkunýtingu og hefur þrýst á margvíslegar aðgerðir til að draga úr mengun.
Grískar Vindmyllur. ESB leggur áherslu á bætta orkunýtingu og hefur þrýst á margvíslegar aðgerðir til að draga úr mengun. Nordicphotos/AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) beinir þeim tilmælum til aðildarríkja sambandsins að þau efli samtengingar flutningskerfa raforku, svo sem með aukinni uppbyggingu sæstrengja.

„Árið 2020 er hverju aðildarríki ætlað að búa að flutningsgetu til annarra ríkja á sem svarar að minnsta kosti 10 prósentum allrar raforku sem framleidd er í landinu,“ segir í umfjöllun Samorku.

Stefnunni sé ætlað að efla orkuöryggi og bæta nýtingu raforkukerfa. Með því sé dregið úr þörfinni á að auka vinnslugetu raforku með virkjunum eða öðrum raforkuverum.

Bretland og Írland eru meðal tólf ríkja ESB sem ekki uppfylla kröfurnar í dag.

„Ætla má að þessar kröfur, auk kröfunnar um aukinn hlut endurnýjanlegra orkugjafa og aukið orkuöryggi, skýri þann áhuga sem bresk stjórnvöld hafa sýnt á tengingu um sæstreng við Ísland og fleiri ríki,“ segir á vef Samorku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×