Segir embættismenn raga við uppljóstranir sveinn arnarsson skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Frumvarp til laga átti að einfalda þagnarskylduákvæðið. Að mati höfunda frumvarpsins eru of mörg loðin og matskennd ákvæði í núverandi lögum. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum sem áttu að einfalda og samræma lagaákvæði um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hefur ekki komið inn í þingið þrátt fyrir að hafa verið á þingmálaskrá forsætisráðherra á síðasta þingi. Í þingmálaskrá yfirstandandi þings er frumvarpið ekki á dagskrá.Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata„Þetta frumvarp er mjög mikilvægt að nái fram að ganga,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Eitt mikilvægasta ákvæðið í drögunum er að þagnarskylda opinberra starfsmanna nái ekki undir lögbrot eða aðra háttsemi sem sé ámælisverð og varði hagsmuni þjóðarinnar. Frumvarpið átti að skýra reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og þann 18. nóvember árið 2013 var óskað eftir umsögnum um frumvarpsdrögin. Frumvarpið var samið af Páli Hreinssyni, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Að endingu varð ekkert af því að frumvarpið yrði lagt fram á þingi og ekki er stefnt að því að leggja það fram á yfirstandandi þingi. Í íslenskum lögum eru eitt hundrað ákvæði um þagnarskyldu í íslenskum lögum. Með frumvarpinu átti að einfalda lögin og setja eitt stefnumarkandi ákvæði sem auðveldara væri að fylgja eftir. Einnig var lagt til að 35 þagnarskylduákvæðum yrði breytt í því skyni að fækka ófullkomnum og afar matskenndum þagnarskylduákvæðum sem gilda um starfsmenn stjórnsýslunnar, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það skiptir einnig miklu máli fyrir starfsmenn að hafa þessi lög á hreinu. Á meðan fólk innan stjórnsýslunnar er í vafa hvenær það eigi að þegja eða segja mun það ekki þora að segja frá slæmri stjórnsýslu eða lögbrotum ef það getur átt á hættu að brjóta lög um þagnarskyldu. Ég veit um starfsmenn innan stjórnsýslunnar sem bíða eftir þessum lögum.“ segir Birgitta Jónsdóttir.Jóhannes Þór SkúlasonJóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir þetta frumvarp vera í meðferð í ráðuneytinu og stefnt sé að því að það komi til Alþingis haustið 2015. „Þetta frumvarp er í vinnslu í ráðuneytinu. Óskað var eftir umsögnum um frumvarpið á sínum tíma. Ýmsar athugasemdir bárust sem þurfti að skoða og taka tillit til. Stefnt er að því að talað verði fyrir frumvarpinu næsta haust,“ segir Jóhannes Þór. Alþingi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum sem áttu að einfalda og samræma lagaákvæði um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hefur ekki komið inn í þingið þrátt fyrir að hafa verið á þingmálaskrá forsætisráðherra á síðasta þingi. Í þingmálaskrá yfirstandandi þings er frumvarpið ekki á dagskrá.Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata„Þetta frumvarp er mjög mikilvægt að nái fram að ganga,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Eitt mikilvægasta ákvæðið í drögunum er að þagnarskylda opinberra starfsmanna nái ekki undir lögbrot eða aðra háttsemi sem sé ámælisverð og varði hagsmuni þjóðarinnar. Frumvarpið átti að skýra reglur um þagnarskyldu opinberra starfsmanna og þann 18. nóvember árið 2013 var óskað eftir umsögnum um frumvarpsdrögin. Frumvarpið var samið af Páli Hreinssyni, fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Að endingu varð ekkert af því að frumvarpið yrði lagt fram á þingi og ekki er stefnt að því að leggja það fram á yfirstandandi þingi. Í íslenskum lögum eru eitt hundrað ákvæði um þagnarskyldu í íslenskum lögum. Með frumvarpinu átti að einfalda lögin og setja eitt stefnumarkandi ákvæði sem auðveldara væri að fylgja eftir. Einnig var lagt til að 35 þagnarskylduákvæðum yrði breytt í því skyni að fækka ófullkomnum og afar matskenndum þagnarskylduákvæðum sem gilda um starfsmenn stjórnsýslunnar, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það skiptir einnig miklu máli fyrir starfsmenn að hafa þessi lög á hreinu. Á meðan fólk innan stjórnsýslunnar er í vafa hvenær það eigi að þegja eða segja mun það ekki þora að segja frá slæmri stjórnsýslu eða lögbrotum ef það getur átt á hættu að brjóta lög um þagnarskyldu. Ég veit um starfsmenn innan stjórnsýslunnar sem bíða eftir þessum lögum.“ segir Birgitta Jónsdóttir.Jóhannes Þór SkúlasonJóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, segir þetta frumvarp vera í meðferð í ráðuneytinu og stefnt sé að því að það komi til Alþingis haustið 2015. „Þetta frumvarp er í vinnslu í ráðuneytinu. Óskað var eftir umsögnum um frumvarpið á sínum tíma. Ýmsar athugasemdir bárust sem þurfti að skoða og taka tillit til. Stefnt er að því að talað verði fyrir frumvarpinu næsta haust,“ segir Jóhannes Þór.
Alþingi Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira