Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 19:10 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira