Kominn heim og ekki á hraðferð út aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2015 06:00 Bjarni Þór Viðarsson er kominn heim. vísir/valli „Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Ég hef verið með hugann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að komast í umhverfi þar sem mér og fjölskyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest.Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meistaraflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gamall. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Danmörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knattspyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vellinum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vellinum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annað heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnumannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstaklega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin endalok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47 Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
FH semur við belgískan miðjumann Þetta var stór dagur fyrir leikmannamál FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar því félagið skrifaði þá undir samning við tvo sterka leikmenn. 4. febrúar 2015 13:47
Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir hjá FH FH-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem Bjarni Þór Viðarsson skrifaði undir samning við félagið og mun Bjarni Þór því spila með Davíð Þór Viðarssyni, bróður sínum, í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni næsta sumar. 4. febrúar 2015 13:12