Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur viktoría hermannsdóttir skrifar 29. janúar 2015 07:00 Hælisleitendurnir sem rætt var við í rannsókninni upplifðu mikið vonleysi og valdleysi yfir eigin lífi. Fréttablaðið/Vilhelm Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu. Fréttaskýringar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Hælisleitendum á Íslandi finnst erfiðast að bíða í óvissu og iðjuleysi eftir svörum um það hvort þeir fái landvistarleyfi hérlendis. Þetta kemur fram í meistararitgerð Lilju Ingvarsson iðjuþjálfa um heilsu og aðstæður hælisleitenda. Í rannsókninni talaði hún við sex hælisleitendur, allt karlmenn sem voru hér á landir einir. Þeir voru á aldrinum 23 til 38 ára, frá Íran, Írak og Afganistan og höfðu verið hér í 6 til 30 mánuði. Auk þess talaði hún við þrjá einstaklinga sem starfað höfðu með hælisleitendum til þess að fá dýpri innsýn í heim þeirra. „Það voru fjögur meginþemu sem komu í ljós í rannsókninni sem lýstu reynslu hælisleitenda og búsetu, tækifærum til þátttöku, upplifun valdleysis og framtíðarsýn,“ segir Lilja.LILJA INGVARSSON (ERNIR)Þátttakendur bjuggu ýmist á Fit hosteli í Reykjanesbæ, í íbúð á vegum Reykjanesbæjar eða í Reykjavík. Þeir sem bjuggu í Reykjavík höfðu það betra en þeir sem bjuggu í Reykjanesbæ. Aðstaðan á Fit hosteli var mjög slæm að þeirra sögn. Einn þeirra fór til að mynda aldrei í sturtu þar heldur fór frekar í sund þar sem aðstaðan á hostelinu var svo slæm. Einnig upplifðu þeir sig meira utanveltu í Reykjanesbæ þar sem þeim fannst þeir skera sig meira úr en í Reykjavík þar sem þeir féllu betur inn í fjöldann. „Biðin reyndist þeim erfiðust,“ segir Lilja. Meðan á bið stendur fá hælisleitendur ekki atvinnuleyfi og segir Lilja að iðjuleysið reynist þeim einnig mjög erfitt. „Þeir töluðu allir um það að þeir hefðu ekkert að gera. Þeir vildu vinna og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeim fannst þetta taka allt of langan tíma og töluðu um hvað það væri dýrt fyrir íslenskt samfélag að þeir mættu ekki vinna. Þeir reyndu samt að drepa tímann á ýmsan hátt, fóru í sund og voru í tvo til þrjá tíma, fóru í langa göngutúra og elduðu mat sem tók langan tíma að útbúa. En það var ekki iðja sem var þeim mikilvæg, þeir vildu koma að gagni,“ segir hún. Það er þeim einnig þungbært að hafa ekki stjórn á eigin lífi. „Þeir töluðu um að þetta væri ekkert líf. Þeim fannst tíminn líða frá sér og upplifðu mikið valdleysi. Þeim fannst erfitt að vera þiggjendur á húsnæði, fæði og vasapeninga.“ Hælisleitendurnir áttu einnig erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vissu ekki hvað tæki við og hvort þeir fengju að vera á Íslandi. „Þeir óskuðu sér allir að samlagast íslensku samfélagi. Þeir vildu læra íslensku en höfðu efasemdir um gagnsemi þess ef þeir yrðu sendir úr landi. Einn þeirra sagði við mig að hann ætti sér engan draum núna því hann vissi ekki hvað framtíðin bæri í skauti sér, 23 ára gamall.“ Niðurstöður rannsóknar Lilju eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna á sömu málefnum. Hún segir mikilvægt að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna til að koma í veg fyrir heilsuspillandi áhrif af völdum langrar biðar í óvissu. Einnig þurfi að gefa gaum að búsetuformi og stuðla að tækifærum til þátttöku í iðju við hæfi, meðal annars atvinnu.
Fréttaskýringar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels