Einelti er á ábyrgð fullorðinna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. janúar 2015 07:00 Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun